Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 992 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ECR og QR kerfi?

ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neyt...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?

Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra. Í lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconFélagsvísindi

Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn?

Spyrjandi bætir við: Eru til dæmi á Íslandi um að auglýsingum sé beint að börnum? Til að auglýsing geti haft bein áhrif á börn þurfa þau bæði að gera sér grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða og vita hver tilgangur auglýsingarinnar sé. Talið er að börn geti greint auglýsingar frá öðru dagskrárefni við fimm ára...

category-iconHugvísindi

Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hver stofnaði verslun með íþróttavörur hérlendis og notaði nafnplötu á seldum vörum, til dæmis skíðum, sem á stóð: „LH MÜLLER - Reykjavík“?Þetta var einfaldlega Verslun L.H. Müllers en hann var kaupmaður, norskrar ættar, og hafði verslun sína að Austurstræti 17 í húsi sem var r...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?

Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'. Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fy...

category-iconHagfræði

Hve mikið segja tölur um útflutningsverðmæti um þann ábata sem verður af starfsemi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hve mikið segja tölur um „útflutningsverðmæti“ um þann ábata sem verður af starfsemi - einar og sér? Útflutningsverðmæti er ágætlega gagnsætt orð og lýsir vel því sem það fjallar um, það er verðmæti útfluttrar vöru eða þjónustu, mælt í krónum eða öðrum gjaldmiðli. Þótt...

category-iconHagfræði

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?

Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna: Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun? Mælingar á vísitölu neysluverðs by...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?

Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum. Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi he...

category-iconHagfræði

Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?

Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...

category-iconFélagsvísindi

Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar?

Þegar minnst er á útflutning á vörum til Afríkuríkisins Nígeríu þá dettur sjálfsagt langflestum í hug skreið og það ekki að ósekju. Lengi vel var skreið helsta útflutningsvara til Nígeríu en á seinni árum hafa þurrkaðir fiskhausar sótt í sig veðrið. Lengst af hefur fiskur verið þurrkaður úti hér á landi en á sí...

category-iconFélagsvísindi

Hver fann upp peningana?

Peningar gegna mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. Í einföldum þjóðfélögum fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti, það er skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafnvel sjálfsþurftarbúskapur, það er hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. ...

category-iconFélagsvísindi

Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?

Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur. Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinur...

category-iconNæringarfræði

Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?

Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á da...

Fleiri niðurstöður