Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ECR og QR kerfi?

Gylfi Magnússon

ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neytenda.

QR kom fyrst fram sem skipulagt kerfi um miðjan níunda áratuginn og á rætur sínar að rekja til aðferða sem voru þróaðar í Bandaríkjunum fyrir verslun með fatnað og skyldar vörur. Í sinni einföldustu mynd er um að ræða kerfi sem styttir leiðina frá framleiðendum til verslana og styttir tímann sem það tekur að koma nýjum flíkum í verslanir í stað þeirra sem seljast. Árangur á þessu sviði getur bæði minnkað birgðahald og dregið úr rýrnun. QR byggist meðal annars á ýmsum samskiptastöðlum fyrir kaupendur og seljendur á hverju stigi, strikamerkingum og skjalaskiptum með aðstoð tölva í stað pappírs áður.

ECR kom fram í upphafi tíunda áratugarins, einnig í Bandaríkjunum. Það var upphaflega þróað fyrir svokallaðar dagvöruverslanir, sem selja matvæli og skyldar vörur. Það byggist að nokkru á svipuðum hugmyndum og QR en er sniðið að þörfum þessara verslana sem meðal annars velta yfirleitt birgðum sínum miklu hraðar en fataverslanir. Að mörgu leyti skarast þessar tvær hugmyndir og hafa leitt fram svipaðar lausnir á ýmsum viðfangsefnum.

ECR nær til fleiri þátta í starfsemi viðkomandi fyrirtækja en QR og er því nokkuð víðtækara hugtak. Þá eru áherslur einnig nokkuð mismunandi á milli þessara kerfa. Hugmyndin með QR er aukinn flýtir (sem getur sparað stórfé) en ECR er beinlínis ætlað að finna leiðir til sparnaðar. Þótt bæði kerfin eigi rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna hafa þau einnig verið tekið í notkun og þróuð annars staðar.

Mynd:
  • ici. Sótt 14.4.2003.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.4.2003

Spyrjandi

Anna Halldórsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er ECR og QR kerfi?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3325.

Gylfi Magnússon. (2003, 10. apríl). Hvað er ECR og QR kerfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3325

Gylfi Magnússon. „Hvað er ECR og QR kerfi?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3325>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ECR og QR kerfi?
ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neytenda.

QR kom fyrst fram sem skipulagt kerfi um miðjan níunda áratuginn og á rætur sínar að rekja til aðferða sem voru þróaðar í Bandaríkjunum fyrir verslun með fatnað og skyldar vörur. Í sinni einföldustu mynd er um að ræða kerfi sem styttir leiðina frá framleiðendum til verslana og styttir tímann sem það tekur að koma nýjum flíkum í verslanir í stað þeirra sem seljast. Árangur á þessu sviði getur bæði minnkað birgðahald og dregið úr rýrnun. QR byggist meðal annars á ýmsum samskiptastöðlum fyrir kaupendur og seljendur á hverju stigi, strikamerkingum og skjalaskiptum með aðstoð tölva í stað pappírs áður.

ECR kom fram í upphafi tíunda áratugarins, einnig í Bandaríkjunum. Það var upphaflega þróað fyrir svokallaðar dagvöruverslanir, sem selja matvæli og skyldar vörur. Það byggist að nokkru á svipuðum hugmyndum og QR en er sniðið að þörfum þessara verslana sem meðal annars velta yfirleitt birgðum sínum miklu hraðar en fataverslanir. Að mörgu leyti skarast þessar tvær hugmyndir og hafa leitt fram svipaðar lausnir á ýmsum viðfangsefnum.

ECR nær til fleiri þátta í starfsemi viðkomandi fyrirtækja en QR og er því nokkuð víðtækara hugtak. Þá eru áherslur einnig nokkuð mismunandi á milli þessara kerfa. Hugmyndin með QR er aukinn flýtir (sem getur sparað stórfé) en ECR er beinlínis ætlað að finna leiðir til sparnaðar. Þótt bæði kerfin eigi rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna hafa þau einnig verið tekið í notkun og þróuð annars staðar.

Mynd:
  • ici. Sótt 14.4.2003.
...