Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 860 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?
Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að N...
Hvaða rannsóknir hefur Þórir Jónsson Hraundal stundað?
Þórir Jónsson Hraundal er lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þórir er stúdent frá MH, lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 1998, og lagði stund á semitísk mál við Háskólann í Salamanca á Spáni. Hann lauk M.Litt.-gráðu við Cambridge-háskóla 20...
Af hverju er Brynjólfur Sveinsson á 1.000 kr. seðlinum?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Brynjólfur Sveinsson og hvað gerði hann til að komast á 1.000 kr. seðil Íslendinga? Í stuttu máli sagt var Brynjólfur Sveinsson prestssonur vestan úr Önundarfirði, fæddur árið 1605. Hann gekk í Skálholtsskóla og lauk stúdentsprófi þaðan 1623. Síðan sigldi h...
Hver er yngsta þjóð í heimi?
Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...
Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?
Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...
Falsfréttir og vísindi - afmælismálþing Vísindavefs HÍ
Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efnir skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 15.00-16.30. Hugtakið falsfréttir hefur að undanförnu orðið æ meira áberandi í umræðu um lýðræði, vísindi og traust almennings. Með falsfrétt...
Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband
Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...
Afmælismálþing Vísindavefsins um falsfréttir og vísindi - öll erindin
Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efndi skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi föstudaginn 7. febrúar 2020. Frá afmælismálþingi Vísindavefs HÍ um falsfréttir og vísindi. Dagskrá málþingsins var þessi: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – setning Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísl...
Getið þið sagt mér hvað faðir Jóns Sigurðsonar og móðir unnu við? Hvar fæddust þau?
Eins og fram kemur í svari Hallgríms Sveinssonar við spurningunni Hver var Jón Sigurðsson? voru foreldrar Jóns Sigurðssonar „forseta“ prestshjón á Hrafnseyri við Arnarfjörð, Þórdís Jónsdóttir húsfreyja og séra Sigurður Jónsson. Á Hrafnseyri fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811. Lýsingu samtímamanns á þeim hjónum e...
Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...
Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?
Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars e...
Af hverju er Ísland í NATO?
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...