Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?

JGÞ

Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars eggjabú.

Að námi loknu í Bandaríkjunum flutti Gunnar aftur til Íslands og stofnaði árið 1960, ásamt eiginkonu sinni Sigríði Regínu Waage (f. 22.1.1931), fyrirtækið Gunnars majones sf. Hann var fyrsti forstjóri þess.

Almennt heiti sósunnar í frönsku og mörgum öðrum málum er mayonnaise og það virðist hafa verið notað frá upphafi um sósuna hjá fyrirtækinu sem Gunnnar Jónsson stofnaði. Elsta franska heiti sósunnar er hins vegar mahonnaise en talið er að það sé dregið af heiti borgarinnar Mahon á eyjunni Minorca, og merki einfaldlega 'frá Mahon'. Nafngiftin á þá að vísa til þess þegar hertoginn af Richelieu náði borginni Mahon á sitt vald árið 1756, og sósan þá hugsanlega gerð af matreiðslumanni hertogans eða honum sjálfum.

Mayonnaise frá G. Jónsson auglýst til sölu í Morgunblaðinu 1962. Almennt heiti majónessósu í frönsku og mörgum öðrum málum er mayonnaise. Það virðist hafa verið notað frá upphafi um sósuna hjá fyrirtækinu sem Gunnnar Jónsson stofnaði.

Á vefnum Tímarit.is er elsta heimild um orðið 'mayonnaise' frá árinu 1899 og orðmyndin 'majones' virðist fyrst koma fyrir árið 1937.[1] Majónes með ó-i finnst fyrst árið 1959, í þýðingu á smásögunni „Góður félagi“ í Vikunni: „Á meðan Ingrid var önnum kafin við að tína humar, majónes, uxakjöt og annað sælgæti, kom Bo út úr herbergi sínu. “[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Nýjar kvöldvökur - 10-12. hefti (01.10.1937) - Tímarit.is. (Sótt 24.06.2024).
  2. ^ Vikan - 30. Tölublað (06.08.1959) - Tímarit.is. (Sótt 24.06.2024).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.7.2024

Spyrjandi

Ölvir Gíslason

Tilvísun

JGÞ. „Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25095.

JGÞ. (2024, 12. júlí). Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25095

JGÞ. „Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25095>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?
Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars eggjabú.

Að námi loknu í Bandaríkjunum flutti Gunnar aftur til Íslands og stofnaði árið 1960, ásamt eiginkonu sinni Sigríði Regínu Waage (f. 22.1.1931), fyrirtækið Gunnars majones sf. Hann var fyrsti forstjóri þess.

Almennt heiti sósunnar í frönsku og mörgum öðrum málum er mayonnaise og það virðist hafa verið notað frá upphafi um sósuna hjá fyrirtækinu sem Gunnnar Jónsson stofnaði. Elsta franska heiti sósunnar er hins vegar mahonnaise en talið er að það sé dregið af heiti borgarinnar Mahon á eyjunni Minorca, og merki einfaldlega 'frá Mahon'. Nafngiftin á þá að vísa til þess þegar hertoginn af Richelieu náði borginni Mahon á sitt vald árið 1756, og sósan þá hugsanlega gerð af matreiðslumanni hertogans eða honum sjálfum.

Mayonnaise frá G. Jónsson auglýst til sölu í Morgunblaðinu 1962. Almennt heiti majónessósu í frönsku og mörgum öðrum málum er mayonnaise. Það virðist hafa verið notað frá upphafi um sósuna hjá fyrirtækinu sem Gunnnar Jónsson stofnaði.

Á vefnum Tímarit.is er elsta heimild um orðið 'mayonnaise' frá árinu 1899 og orðmyndin 'majones' virðist fyrst koma fyrir árið 1937.[1] Majónes með ó-i finnst fyrst árið 1959, í þýðingu á smásögunni „Góður félagi“ í Vikunni: „Á meðan Ingrid var önnum kafin við að tína humar, majónes, uxakjöt og annað sælgæti, kom Bo út úr herbergi sínu. “[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Nýjar kvöldvökur - 10-12. hefti (01.10.1937) - Tímarit.is. (Sótt 24.06.2024).
  2. ^ Vikan - 30. Tölublað (06.08.1959) - Tímarit.is. (Sótt 24.06.2024).

Heimildir og myndir:

...