Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 476 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?

Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur (tsunami)?

Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað barst Vísindavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur. Hér er að finna svar við eftirtöldum spurningum:Hvernig verða flóðbylgjur (tsunami) til?Hver voru upptök flóðb...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl?

Kjarnorkuslysið í Tsjernobyl gerðist 26. apríl árið 1986. Verið var að gera tilraunir með kjarnaofn. Ofninn sprakk þegar kælingin brást. Slysið er mesta kjarnorkuslys sem orðið hefur. Tsjernobyl er bær í Úkraínu. Á þessum tíma tilheyrði Úkraína Sovétríkjunum en nú er hún sjálfstætt ríki. Bærinn er 130 ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér allt um járn?

Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?

Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna. Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við M...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?

Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fiskar í Dauðahafinu?

Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli. Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða hörpudiskar gamlir, á hverju nærast þeir og hvar finnast þeir umhverfis Ísland?

Talið er að hörpudiskur (Chlamys islandica) geti orðið yfir 20 ára gamall hér við land og er hann þá orðinn um 12-14 cm á hæð (breidd disksins). Hörpudiskurinn verður kynþroska við 3-4 ára aldur og er hann þá um 3,5-4 cm. Hörpudiskur er nokkuð algengur í sjónum allt umhverfis Ísland að suðurströndinni undanskil...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...

category-iconHugvísindi

Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?

Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega t...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?

Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrými...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er varptími spóans?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður? Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. ...

category-iconLögfræði

Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?

Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...

Fleiri niðurstöður