Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 991 svör fundust
Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?
Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...
Hvaða gagn er að prímtölum?
Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...
Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?
Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...
Hvers vegna eru skýin hvít?
Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...
Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði?
Utan hins norræna málsvæðis eru einungis varðveitt örfá eddukvæða brot um fornar hetjur. Drjúgur hluti hins norræna efnis fjallar hins vegar um forna germanska guði sem skýrar vísbendingar eru um að hafi verið tignaðir víða um Evrópu á heiðnum tíma. Nútímamaðurinn vissi þó fátt um þessi goð ef ekki væri fyrir ísle...
Hverjir eru lögbundnir frídagar okkar Íslendinga?
Lögboðnir frídagar á Íslandi, samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971, eru „helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13”. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru taldir upp í lögum nr. 32/1997 um helgidagafrið og er þeim þar skipt í þ...
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...
Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?
Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...
Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?
Háskólalestin stoppaði á Þórshöfn á Langanesi fjórðu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 23. maí spreyttu Þórshafnarbúar og aðrir gestir sig á ýmsum þrautum og gátum sem Vísindavefurinn lagði fyrir þá. Feðgarnir Mansi og Jarek voru sannkallaðir þrautakóngar vísindaveislunnar á Þórshöfn. Þeir leystu...
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...
Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?
Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...
Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?
Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...
Hvað er kulnun í starfi?
Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað. Auðvitað er fólk mi...
Af hverju er orðið refskák dregið?
Refskák er sérstakt tafl sem tveir tefla. Góð lýsing er á leikreglum í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu til á 19. öld. Refskák er lýst í öðrum hluta verksins á blaðsíðu 298-299. Yfirleitt áttu menn ekki sérstakt taflborð heldur krítuðu á fjöl eð...
Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég skil ekki hvers vegna sólarupprásin getur færst fram um aðeins 83 mín frá 1.1. til 8.2. meðan sólarlagið færist aftur um 98 mínútur á sama tíma (tölur úr Almanaki Þjóðvinafélagsins)? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega: Það að vegna þess að hádegið færist til...