Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?

Vésteinn Ólason

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun


Möðruvallabók

Skinnhandrit frá 14. öld.

Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?'

Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og einstakra sagna. Sjálfur hef ég tekið saman yfirlit yfir stöðu umræðunnar í Íslenskri bókmenntasögu II (1993), 39-49, og vikið að efninu í bókinni Samræður við söguöld (1998), 43-44, og 177-85, og eitthvað er þar af tilvísunum í skrif annarra.

Óhætt mun að segja að allir séu nú sammála um að Íslendingasögur hafi verið skrifaðar á 13. og 14. öld. Eftir að grafið hefur verið undan kenningum Sigurðar Nordals um aldur Heiðarvíga sögu og Fóstbræðra sögu, er því varla haldið fram að elstu varðveittar sögur úr þessum flokki séu eldri en 1210-20, og flestir telja líklega fáar sögur vera frá fyrri hluta 13. aldar. Varla er minna en þriðjungur sagnanna frá 14. öld, en sumir fræðimenn (til dæmis Örnólfur Thorsson) mundu telja mun fleiri sögur samdar eftir 1300 eða nær elstu handritum.

Um upprunann er ekki miklu meiri sátt. Enginn neitar því að vísu að sögurnar séu ritverk og mótaðar af því, en flestir telja þó að þær styðjist einatt við arfsagnir eða munnmæli, jafnvel alllangar mótaðar frásagnir og beri á ýmsa hátt merki munnlegrar sagnalistar. Hér er þó talsverður munur á skoðunum.

Ýmsir fræðimenn gera ráð fyrir miklum meðvituðum skáldskap og úrvinnslu efnis, sem höfundur hafi notað sem eins konar búning fyrir hugmyndir hinnar kristnu 13. aldar. Aðrir telja að höfundarnir hafi verið mjög bundnir af frásagnarhefðinni, ekki eingöngu frásagnarlist og minnum heldur einnig viðhorfum og hugmyndum sem fylgt hafi efninu (sæmd, hetjuskapur og svo framvegis).

Þetta er ævinlega spurning um hlutföll en ekki annaðhvort eða.

Nánari upplýsingar um aldur og uppruna Íslendingasagna má finna á vefsetri Stofnunar Árna Magnússonar

Höfundur

prófessor emeritus

Útgáfudagur

7.3.2000

Spyrjandi

Sverrir Páll Erlendsson

Tilvísun

Vésteinn Ólason. „Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=194.

Vésteinn Ólason. (2000, 7. mars). Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=194

Vésteinn Ólason. „Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?



Möðruvallabók

Skinnhandrit frá 14. öld.

Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?'

Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og einstakra sagna. Sjálfur hef ég tekið saman yfirlit yfir stöðu umræðunnar í Íslenskri bókmenntasögu II (1993), 39-49, og vikið að efninu í bókinni Samræður við söguöld (1998), 43-44, og 177-85, og eitthvað er þar af tilvísunum í skrif annarra.

Óhætt mun að segja að allir séu nú sammála um að Íslendingasögur hafi verið skrifaðar á 13. og 14. öld. Eftir að grafið hefur verið undan kenningum Sigurðar Nordals um aldur Heiðarvíga sögu og Fóstbræðra sögu, er því varla haldið fram að elstu varðveittar sögur úr þessum flokki séu eldri en 1210-20, og flestir telja líklega fáar sögur vera frá fyrri hluta 13. aldar. Varla er minna en þriðjungur sagnanna frá 14. öld, en sumir fræðimenn (til dæmis Örnólfur Thorsson) mundu telja mun fleiri sögur samdar eftir 1300 eða nær elstu handritum.

Um upprunann er ekki miklu meiri sátt. Enginn neitar því að vísu að sögurnar séu ritverk og mótaðar af því, en flestir telja þó að þær styðjist einatt við arfsagnir eða munnmæli, jafnvel alllangar mótaðar frásagnir og beri á ýmsa hátt merki munnlegrar sagnalistar. Hér er þó talsverður munur á skoðunum.

Ýmsir fræðimenn gera ráð fyrir miklum meðvituðum skáldskap og úrvinnslu efnis, sem höfundur hafi notað sem eins konar búning fyrir hugmyndir hinnar kristnu 13. aldar. Aðrir telja að höfundarnir hafi verið mjög bundnir af frásagnarhefðinni, ekki eingöngu frásagnarlist og minnum heldur einnig viðhorfum og hugmyndum sem fylgt hafi efninu (sæmd, hetjuskapur og svo framvegis).

Þetta er ævinlega spurning um hlutföll en ekki annaðhvort eða.

Nánari upplýsingar um aldur og uppruna Íslendingasagna má finna á vefsetri Stofnunar Árna Magnússonar

...