Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Lögboðnir frídagar á Íslandi, samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971, eru „helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13”. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru taldir upp í lögum nr. 32/1997 um helgidagafrið og er þeim þar skipt í þrjá flokka eftir því hvaða starfsemi er leyfð.
Auk „venjulegra” sunnudaga eru því lögboðnir frídagar þessir:
1. janúar
skírdagur
föstudagurinn langi
páskadagur
annar í páskum
sumardagurinn fyrsti
1. maí
uppstigningardagur
hvítasunnudagur
annar í hvítasunnu
17. júní
frídagur verslunarmanna
24. desember frá kl. 13
25. desember
26. desember
31. desember frá kl. 13
Enn fremur er kveðið á um að víkja megi frá lögum nr. 88/1971 með samningum séu þeir staðfestir af hlutaðeigandi heildarsamtökum.
Fjöldi frídaga á hverju ári er nokkuð breytilegur af því að sumir þessara daga falla stundum á laugardaga eða sunnudaga. Við talningu þarf einnig að taka tillit til þess að páskadagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag, sem er því í sjálfu sér frídagur hvort sem er.