Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 312 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?

Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?

Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?

Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Javascript?

Javascript er vefforritunarmál, hannað af hugbúnaðarfyrirtækinu Netscape, til að auðvelda hönnuðum vefsíðna að smíða gagnvirkar (á ensku "interactive") vefsíður. Javascript er algerlega óháð Java forritunarmálinu sem tölvufyrirtækinu SUN þróaði. Sem dæmi um notkun á Javascript í vefsíðu má nefna að með því er h...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu?

Fyrirbærinu speglun var lýst að nokkru á Vísindavefnum í svari við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?. Þar var greint á milli speglunar frá gljáandi fleti og dreifðrar speglunar eða endurkasts frá möttum fleti. Við dreifða speglun dreifast ljósgeislarnir í allar áttir frá speglunarfletinu...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk?

Fyrst skal nefna að enginn ætti að reykja, óháð því hvort viðkomandi hefur sykursýki eða ekki. En reykingar eru sérlega áhættusamar þegar um sykursjúka er að ræða. Níu af hverjum tíu einstaklingum með sykursýki hafa sykursýki af tegund 2 sem einkennist af hækkun á blóðsykri. Orðtakið „sjaldan er ein báran stök...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?

Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?

Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál. Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast ge...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?

Spyrjandi bætir svo við:Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Lin...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig bráðnar blý?

Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...

category-iconMannfræði

Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?

Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000...

category-iconHeimspeki

Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?

Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist...

Fleiri niðurstöður