Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 144 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er orsakalögmálið algilt? Hvernig verkar til dæmis óvissulögmál Heisenbergs?

Vísindamenn ganga yfirleitt út frá því að orsakalögmálið sé algilt. Við trúum því að sömu orsakir leiði alltaf til sömu afleiðingar og við ályktum oft um orsakir út frá afleiðingum sem við sjáum. Við tökum líka með varúð öllu sem fyrir ber ef það á sér ekki orsakir sem við þekkjum eða skiljum. Óvissulögmál Heisenb...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhver...

category-iconHeimspeki

Hvers virði er mannslíf?

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...

category-iconFöstudagssvar

Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Eins og gengur og gerist með heimspekinga fékk sumarstarfsmaðurinn tvö svör við spu...

category-iconHeimspeki

Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru geðsjúkdómar ættgengir?

Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?

Völd forseta Bandaríkjanna eru mikil, eins og nærri má láta. Bandaríkin eru á alla mælikvarða leiðandi afl í heiminum. Vegna hernaðar- og efnahagsstyrks hafa þau mikil áhrif innan alþjóðastofnana og því skiptir miklu máli hver situr í embætti forseta. Að sama skapi fer embætti Bandaríkjaforseta með mikil völd heim...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...

category-iconLögfræði

Hvað er fullveldi?

Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á kvíða og hræðslu? Er hollt að vera hræddur eða kvíðinn almennt eða getur það breyst í taugaveiklun og þunglyndi?Kvíði er samansettur úr margs konar líffræðilegum viðbrögðum, vitrænum viðbrögðum og hegðun fremur en að hann sé eitt ákveðið viðbragð. Kvíði er...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru tekjuáhrif?

Hagfræðingar nota hugtakið tekjuáhrif (e. income effect) oftast til að lýsa áhrifum tiltekinnar verðbreytingar á eftirspurn vegna þeirrar breytingar á kaupmætti sem verðbreytingin veldur. Að auki veldur verðbreyting alla jafna svokölluðum staðkvæmdaráhrifum (e. substitution effect) en með því er átt við þá breytin...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru margar reikistjörnur til?

Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á lögum og reglum?

Í stuttu máli er munurinn á lögum og reglum samkvæmt íslenskri stjórnskipan sá að Alþingi setur lög en stjórnvöld setja reglur. Þessi hugtök hljóma að mörgu leyti keimlík en nokkur munur á lögum og reglum í lögfræðilegum skilningi. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum á þingi samkvæmt ákveðnu ferli: ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?

Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var rauði baróninn?

Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...

Fleiri niðurstöður