Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconVísindavefur

Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?

Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fó...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?

Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli. Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rá...

category-iconHeimspeki

Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir heimspeking? Menn hafa óralengi glímt við spurningar eins og: Hvers vegna erum við til? Höfum við frjálsan vilja? Er til sál? Hvað er siðferði? Heimspeki reynir með kerfisbundnum hætti að svara slíkum grundvallarspurningum um lífið og tilveru...

category-iconVísindafréttir

Nýtt útlit á Vísindavefnum

Þann 5. október 2007 var skipt um útlit á Vísindavefnum. Áður leit Vísindavefurinn út eins og sést hér á myndinni og hafði reyndar verið eins í öllum aðalatriðum frá því vefnum var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000. Svona leit Vísindavefurinn út fyrir útlitsbreytinguna í október. Nýja útlitið er hanna...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

category-iconTrúarbrögð

Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...

category-iconHugvísindi

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort segir maður: „Ég keyrði í hliðina á bílnum,“ eða: „Ég keyrði á hliðina á bílnum?“

Sögnin keyra (aka) með forsetningunni á er mjög algeng þegar bíll A ekur á bíl B eða bílstjóri ekur á ljósastaur, vegg, persónu eða eitthvað annað. Til dæmis: „Bílstjórinn tók ekki eftir að bíllinn fyrir framan stansaði og keyrði beint á hann/aftan á hann.“ „Hann keyrði á stuðarann, skítbrettið, hurðina“ er mjög a...

category-iconMenntavísindi

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað laðar þorsk að æti?

Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...

category-iconStjórnmálafræði

Er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns án háskólamenntunar?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í grein í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. heldur Ögmundur Jónasson því fram að við kjör á rektor Háskóla Íslands sé það svo að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns HÍ sem ekki er með háskólamenntun. Er það rétt? Fullyrðingin er röng. ...

category-iconLögfræði

Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...

Fleiri niðurstöður