Í grein í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. heldur Ögmundur Jónasson því fram að við kjör á rektor Háskóla Íslands sé það svo að atkvæði háskólamenntaðs starfsmanns HÍ vegi meira en atkvæði starfsmanns HÍ sem ekki er með háskólamenntun. Er það rétt?Fullyrðingin er röng. Í rektorskjöri 2015 var vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ án háskólaprófs heldur meira en vægi gilds atkvæðis starfsmanns HÍ með háskólapróf, þó litlu munaði. Kjósendur í rektorskjöri skiptast í þrjá meginhópa samkvæmt Reglum fyrir Háskóla Íslands (5. og 6. gr.).
- Starfsfólk HÍ með háskólapróf. Atkvæði þess vega 60% heildarúrslita. Starfsfólk í fullu starfi (75-100%) fer með heilt atkvæði, en starfsfólk í hlutastarfi (37-74%) með hálft atkvæði.
- Starfsfólk HÍ án háskólaprófs og starfsfólk háskólastofnana, sem starfa á grundvelli sérlaga og sérstaklega er kveðið á um í samstarfssamningi að eigi aðild að kosningu rektors, án tillits til þess hvort það hafi háskólapróf. Atkvæði þessa hóps vega 10% heildarúrslita. Starfsfólk í fullu starfi fer með heilt atkvæði, en starfsfólk í hlutastarfi með hálft atkvæði.
- Stúdentar. Atkvæði þeirra vega 30% heildarúrslita.
- Í hópi 1 (háskólamenntaðra starfsmanna HÍ) voru gild (og vegin) atkvæði 1011,5. Hvert atkvæði í þessum hópi gilti þannig 0,059% af heildarniðurstöðu.
- Í hópi 2 (m.a. starfmanna HÍ án háskólaprófs) voru gild (og vegin) atkvæði 156,5. Hvert atkvæði í þessum hópi gilti þannig 0,064% af heildarniðurstöðu.
- Kosið aftur milli Guðrúnar og Jóns Atla í rektorskjöri | Háskóli Íslands. (Sótt 5.05.2015).