Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 400 svör fundust
Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts?
Leikritið Amadeus eftir Peter Shaffer var frumsýnt í Lundúnum 1979 og fimm árum síðar var gerð eftir því kvikmynd sem vakti mikla athygli og vann meðal annars til átta Óskarsverðlauna. Bæði leikritið og kvikmyndin byggja að mörgu leyti á ævi tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Shaffer tekur sér þó einnig...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hvernig myndast sýklalyfjaþol?
Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Hver var Roger Bacon og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nafn Rogers Bacon (1214–1292) ber oftast á góma í sömu andrá og nöfn heimspekinga og vísindamanna frá Bretlandseyjum sem áttu þátt í að skapa þá vísindalegu aðferðafræði sem við þekkjum í nútímanum. Hann og nafni hans Francis Bacon (1561-1626) eru þá gjarnan nefndir sem nokkurs konar andlegir feður þeirrar þekking...
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?
Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka. Jarðskorpuflekar jarðar mætas...
Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...
Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?
Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...
Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?
Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...
Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?
Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...
Er vitað hvaðan spænska veikin kom?
Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þe...
Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?
Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...
Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?
Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...