Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1730 svör fundust
Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir „condom“? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar að því leyti skyldar að átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar má nefna ermastúku (...
Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...
Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?
Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...
Hvers konar menn voru flugumenn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...
Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?
Sögnin að kúka þekkist í málinu frá 17. öld í merkingunni ‘ganga örna sinna, skíta’. Af henni er leitt nafnorðið kúkur ‘manna- eða dýrasaur, drit’ sem dæmi eru um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 18. aldar. Sögnin að kukka ‘drita, skíta’ og nafnorðið kukkur ‘saur’ eru af sömu rót og eru oftast te...
Hvað merkir kamel- í orðinu kameljón?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heita kameljón þessu nafni? Orðið kamell ‘úlfaldi’ þekkist þegar í fornu mál úr Karlamagnús sögu og kappa hans. Um kamaldýr er í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans elst dæmi frá 17. öld og sömuleiðis um kameldýr. Fyrri liður er líklega tökuorð úr miðlágþýsku kam...
Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?
Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...
Hvað er ristill lengi að ganga yfir?
Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...
Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið? Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi h...
Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?
Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola™ en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að...
Hvað er lífplast?
Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Einn helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum, sem olíulindir eru ekki, en flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Helstu hráefni sem...
Hvað er demantsskellinaðra?
Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas di...
Hver fann upp hnífapörin?
Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...
Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?
Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...
Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?
Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...