Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 756 svör fundust
Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...
Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?
Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir ei...
Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?
Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...
Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af og til fæ ég sjónvarpsköku að maula og finnst mér hún ósköp góð. En alltaf verður mér hugsað til nafnsins og hvaðan það kemur. Veit einhver hvaðan nafnið sjónvarpskaka kemur? Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966 og sendi út tvisvar í viku, á miðvikudö...
Hver eru helstu áhrif flúors á manninn?
Flúor sem frumefni er mjög hvarfgjarnt gulgrænt tærandi gas, en í náttúrunni er það yfirleitt bundið í steinefnum eins og til dæmis flúrspati (CaF2), krýólíti (Na3AlF6) eða sílíkötum. Vatnsefnisflúoríð eða HF er litlaus en lyktsterk gastegund sem myndar flúrsýru í vatni. Flúor er rafdrægasta frumefnið, þ.e. það ...
Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?
Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...
Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?
Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt...
Hvað er Santería?
Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...
Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?
Evklíð var uppi um 300 f.Kr. en á þeim tíma var grísk menning ríkjandi um allt austanvert Miðjarðarhaf. Evklíð var einn þeirra Grikkja sem bjó í grísku nýlendunni Alexandríu í óshólmum Nílar í Egyptalandi. Alexandría var þá mikið menningarsetur, reist af Alexander mikla keisara sem lést árið 323 f.Kr. Talið er að ...
Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns?
Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju finnst okkur tvær nótur á nótnaborði sem heita sama nafni (t.d. c' og c'') hljóma eins og þær væru sama nótan? (Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992) Hljóðbylgjur myndast þegar eitthvað, til að mynda tónkvísl sem sveiflast, kemur ögnum í andrúmsloftinu (eða öðru efni, svo ...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?
Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár. Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili...
Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?
Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir ...
Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?
Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr. Þrátt fyrir að soldáni...
Hvað er marblettur?
Hér eru einnig svör við spurningunum:Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í? Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna und...