*gekk og reið með gras í skóm, / sem gerðu menn þá víða. Ad tolla i tijdskunne, og hafwa grasid i skónum.Af þessum dæmum að ráða virðist það hafa verið tíska að setja gras í skóna. Annað gamalt dæmi er úr kvæði eftir Eggert Ólafsson frá miðri 18. öld:
*sökkva máttu með gras í skónum, / biðill! og djúpan vaða vog.

Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’.
Annars hafa grös þótt góð til ásta hér á landi [ [...]] Þaðan mun stafa orðtækið „að ganga eftir með grasið í skónum“.Í yfirfærðri merkingu eru elstu dæmi frá 19. öld. Í næsta dæmi frá 1903 sést vel hver merkingin er:
að leiguliði skuli þurfa að ganga eftir jarðeigendum með grasið í skónum til þess að fá að bæta jarðir þeirra.Mjög er sennilegt er að samband sé milli orðasambandanna í hinni gömlu eiginlegu merkingu og í yfirfærðri merkingu. Mynd:
- Bota – Wikipedie. (Sótt 2.12.2013).