Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 334 svör fundust
Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?
Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...
Nota þeir sem hafa táknmál að móðurmáli ekki nöfn fólks í samræðum?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:Heyrandi fólk hefur það gjarnan til siðs að ávarpa hvert annað með nafni (meðan heyrnarlausir gera það ekki) - hvers vegna? Tungumál eru forvitnilegt fyrirbæri og erfitt að alhæfa um margt í þeirra samhengi. Aðstæður, samhengið, menningin sem málið heyrir til og ma...
Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Útfærsla landhelginnar átti sér aðallega stað í þremur þorskastríðum um og eftir miðja 20. öld, þar sem Bretar voru aðalandstæðingar Íslendinga.[1] Sigur smáríkis í deilu þar sem valdbeiting á sér stað er yfirleitt ólíkleg niðurstaða. Það sem gerði Íslandi klei...
Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?
Í reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (935/2004) segir meðal annars:Óheimilt er að flytja til landsins: a) Hvolpafullar tíkur. b) Kettlingafullar læður. c) Tíkur með hvolpa á spena. d) Læður með kettlinga á spena. e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða...
Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...
Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?
Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði. Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar...
Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma? Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu...
Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?
Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...
Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...
Skiptir einhverju máli hvernig álpappír snýr við matargerð?
Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona: Skiptir máli hvernig maður snýr álpappír sem maður notar við matargerð t.d. þegar kartöflum er pakkað inn í álpappír þegar á að grilla þær? Er betra að láta glansandi hliðina snúa að matnum til að halda á honum meiri hita? Hvor hliðin á álpappírnum á að snúa að matvæl...
Hvað er húðkrabbamein, hvernig lýsir það sér og hverjir fá það?
Til húðkrabbameina teljast ýmsar gerðir krabbameina, sem eiga upptök sín í húð. Aðallega er um að ræða þrjár gerðir, flöguþekjukrabbamein (carcinoma squamocellulare), grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) og sortuæxli (melanoma malignum). Síðastnefnda gerðin hefur ákveðna sérstöðu og er fjallað um hana í ...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...
Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Ef risaeðlur hefðu ekki dáið út væru þær þá eins í dag og í fyrndinni? Fyrir um 65 milljónum ára, lenti loftsteinn á jörðinni. Þetta markaði enda krítartímabilsins í jarðsögunni og þar með miðlífsaldar. Árekstur loftsteinsins leiddi til útdauða margra tegunda lí...