Óheimilt er að flytja til landsins: a) Hvolpafullar tíkur. b) Kettlingafullar læður. c) Tíkur með hvolpa á spena. d) Læður með kettlinga á spena. e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða eftirmeðferðar af nokkru tagi. f) Hunda og sæði hunda af eftirfarandi tegundum, svo og blendinga af þeim:Samkvæmt þessari reglugerð eru fjögur hundaafbrigði bönnuð hér á landi, auk þeirra sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveður að banna í hverju tilfelli, að fengnum rökstuðningi yfirdýralæknis. Einnig er bannað að flytja inn blendinga úlfa (Canis lupus) og hunda. Hin bönnuðu hundakyn eiga það öll sameiginlegt að vera stórvaxnir og öflugir hundar sem hafa einkum verið ræktaðir síðustu áratugi sem árása- eða bardagahundar eða til veiða á stórri bráð. Um Pit bull hunda er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni: Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?g) Blendinga af úlfum og hundum, svo og sæði blendinga af úlfum og hundum.
- Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier.
- Fila Brasileiro.
- Toso Inu.
- Dogo Argentino.
- Aðrar hundategundir eða blendinga, skv. ákvörðun landbúnaðarráðherra í hverju tilfelli, að fenginni rökstuddri umsögn yfirdýralæknis.
Dogo Argentino (argentínskur meistari)
Þetta er afbrigði af svonefndum mastiff hundum eða meisturum, sem eru einir öflugustu bardagahundar sem maðurinn hefur ræktað. Argentínskir meistarar voru ræktaðir út frá svokölluðum Cordoba vígahundum fyrir rúmri öld síðan, en það afbrigði er nú útdautt. Þetta eru vöðvastæltir hundar um 60 – 68 cm á hæð og vega að meðaltali um 40 kg. Þeir eru hvítir með afar snögghærðan feld.

Brasilískur meistari er afbrigði svokallaðra molossíu hunda og á rætur að rekja til Brasilíu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta eru afar stórir hundar en karlhundarnir vega rúmlega 50 kg og eru frá 65-75 cm á hæð miðað við herðakamb. Tíkurnar eru hins vegar aðeins minni. Þessir hundar eru háfættir og sterklega byggðir en hafa nokkuð losaralega húð. Brasilískir meistarar þykja afburða varðhundar. Þeir hafa lengi verið notaðir til að gæta nautgripa í Brasilíu og þá einkum til að hrekja í burtu stór kattardýr og önnur stærri rándýr sem kunna að herja á nautgripahjarðirnar.

Japanska ræktunarafbrigðið Tosa Inu eru nú á dögum afar sjaldgæfir. Þetta eru einir stræstu og öflugustu hundar sem hafa verið ræktaðir, en karlhundarnir geta orðið allt að 90 kg að þyngd og allt að 70 cm á hæð. Tosa eru bannaðir í flestum löndum Vestur-Evrópu auk þess sem mörg ríki Bandaríkjanna leyfa ekki þessa hunda nema ströngum skilyrðum sé fullnægt. Líkt og með ofangreind hundakyn hafa Tosa Inu einkum gegnt hlutverki varðhunda auk þess sem þeir voru mikið notaðir í hundaati þegar það var leyft í Japan. Elstu dæmin um Tosa Inu eru frá seinni hluta 19. aldar og er talið að þeir hafi verið ræktaðir út frá fornu hundakyni í Japan sem kallast Shikoku Inu. Þetta kyn var mun minna vexti en Tosa og líktust þeir mest síberíusleðahundum í öllu atgervi.

- Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir? eftir Margréti Björk Sigurðardóttur
- Af hverju eru hundar stundum grimmir og stundum góðir? eftir Pál Hersteinsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Hver er árásargjarnastur hunda? eftir Jón Má Halldórsson
- Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? eftir Pál Hersteinsson
- Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma? eftir Jón Má Halldórsson