Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?

Arngrímur Vídalín

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma?

Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu lokið áður en nornafár greip um sig í Salem. Þá var aftökuaðferðin önnur: Á Íslandi voru sakfelldir galdramenn brenndir og voru það allt karlar utan Þuríðar Ólafsdóttur sem brennd var 1678, en í Salem voru sakborningar að mestu konur og þær voru með fáum undantekningum hengdar.

Brennuöld á Íslandi er jafnan miðuð við tímabilið 1654-1690. Þá eru flest skjalfest galdramál á Íslandi en þó eru til fáein dæmi um mál frá fyrri hluta 17. aldar og frá 18. öld (og vissulega voru galdrakindur þekkt vandamál á miðöldum eins og sést til dæmis í Íslendingasögum). Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram árið 1683 þegar Sveinn Árnason var tekinn af lífi vegna svonefndra Selárdalsmála, en síðasti brennudómurinn var kveðinn upp yfir Klemusi Bjarnasyni árið 1690. Þeim dómi var hins vegar hnekkt með konungsbréfi og Klemus gerður útlægur í staðinn, en það varð honum skammlifað happ þar sem hann lést í fangelsi í Kaupmannahöfn innan við tveim árum síðar.

Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu lokið áður en nornafár greip um sig í Salem. Höfundur myndar er óþekktur.

Erfitt er að svara því til hvað nákvæmlega réttarhöldin í Salem Village (nú Danvers, Massachusetts) árið 1692 voru. Marilynne K. Roach hefur tekið saman úr ýmsum skjölum og dagbókum atburðina sem leiddu til og leiddu af réttarhöldunum í Salem, dag frá degi frá 1. janúar 1692 til 14. janúar 1697. Endursögn hennar spannar 554 blaðsíður og líklega er það nákvæmasta lýsing á atburðunum sem slíkum, þótt túlkunina skorti.

Sagnfræðingurinn Mary Beth Norton hefur aftur á móti fært fram einna ítarlegustu greininguna á því hvað gerðist í Salem. Orsök nornafársins telur hún vera tvíþætta: Annars vegar sé svara að leita í heimsmynd púritana í Nýja-Englandi, sem litu á sig sem útvalið fólk sem útbreiða skyldi boðskap Guðs í heiðnu landi sem djöfullinn hefði áður ráðið yfir. Guð talaði til þeirra í stóru sem smáu, jafnt í halastjörnum og norðurljósum sem og í fellibyljum, þurrkum og bólusóttarfaröldrum. Allt gangvirki heimsins var samkvæmt vilja Guðs, sem púritanar túlkuðu í þeim atburðum sem hentu þá hvort sem þeir voru góðir eða slæmir. Hins vegar hafi skærur púritana við Wabanaki-indíána sem studdir voru af kaþólskum Frökkum gert illt verra. Stöðugir landvinningar þeirra gerðu að verkum að framgangur og sigur mótmælendatrúarinnar virtist ekki eins óhjákvæmilegur og áður, og mótlætið túlkuðu þeir sem svo að Guð væri að refsa þeim.

Nornir og galdur þeirra voru vissulega verk djöfulsins að mati púritana, en djöfullinn gat ekkert aðhafst nema með Guðs vilja. Meðan á nornafárinu í Salem stóð voru þónokkur dæmi um að fólk teldi sig hafa séð svartan mann, sem nánar lýst átti að hafa líkst indíána. Þannig urðu hin sýnilega og hin ósýnilega ógn eitt í hugum púritana, djöfullinn og Wabanaki-indíánarnir voru eitt og hið sama. Þegar níu og ellefu ára stúlkurnar Betty Parris og Abigail Williams tóku að fá köst sem virtust mjög alvarleg og óvanaleg var skýringin því ekki langt undan.

Allt kapp var lagt á að þvinga fram játningar á ætluðum myrkraverkum hinna ákærðu og réði það örlögum margra. Myndin er frá 1853 og er eftir Thompkins H. Matteson. Titill hennar er Examination of a witch eða Yfirheyrsla yfir norn.

Mary Beth Norton færir fyrir því rök að hefðu púritanar náð að forðast stríð við frumbyggja Nýja-Englands hefði nornafárið aldrei átt sér stað; ekki í þeim skilningi að stríðið hafi valdið fárinu, heldur að átökin hafi skapað aðstæður sem gerðu því kleift að festa rætur og vinda upp á sig með þeim ógnarhraða og skelfilegu afleiðingum sem raun ber vitni. Hluti af ástæðunni er að allir þeir sem voru viðloðandi málið báru mikla ábyrgð á ósigrum landnemanna í stríði þeirra við Wabanaki-indíánana. Það var þeim því í hag að líta svo á að ábyrgðin væri djöfulsins en ekki þeirra sjálfra, og spor djöfulsins sem fólk taldi sig sjá svo skýrt í galdramálunum í Salem Village reyndist þeim hentugt frávarp sem þeir höfðu allt tilefni til að taka þátt í að smíða. Presturinn John Hale ritaði frásögn um málin skömmu eftir að þau höfðu átt sér stað sem kom út árið 1702 og nefnist A Modest Enquiry Into the Nature of Witchcraft. Þar harmar hann ákefð manna í málinu, enda þótt hann hafi sjálfur átt þátt í því, og telur að ekki hafi verið við „nornirnar“ að sakast heldur djöfulinn sjálfan.

Menn eins og John Hathorne og Jonathan Corwin, auk annarra dómara í málinu, áttu samkvæmt Mary Beth Norton of mikilla hagsmuna að gæta sem oltið gætu á niðurstöðunni. Það er enn önnur orsök málsins í flókinni atburðarás. Við það og almenna trú á svartagaldur á þeim tíma bætist að dómararnir voru vanir því að sök væri örugg í þeim málum sem þeir dæmdu í. Því lögðu þeir allt kapp á að þvinga fram játningar á ætluðum myrkraverkum hinna ákærðu og réði það örlögum margra. Þegar orðrómur um samsæri norna gegn Essex-sýslu í Massachusetts náði hámæli tók slúður við; fólk sem þótt hafði sýna af sér undarlega hegðun, hvort sem það hafði spáð fyrir öðrum eða einfaldlega muldrað eitthvað undir áhrifum áfengis, var skyndilega gert tortryggilegt. Þegar múgæsingurinn stóð sem hæst var skammur vegur frá sérvisku til svartagaldurs. Hin hryllilegu réttarhöld í Salem veita sagnfræðingum þannig einnig ómetanlega innsýn í samfélagsgerð púritana á 17. öld. En það hvað olli ástandi stúlknanna og annarra „fórnarlamba“ nornanna til að byrja með er ekki fyllilega vitað og verður látið liggja á milli hluta hér.

Heimildir:
  • John Hale, A Modest Enquiry Into the Nature of Witchcraft, and How Persons of that Crime may be Convicted: And the means used for their Discovery Discussed, both Negatively and Affirmatively, according to SCRIPTURE and EXPERIENCE (Boston in N.E.: B. Green & J. Allen for Benjamin Eliot under the Town House, 1702).
  • Matthías Viðar Sæmundsson, Galdrar á Íslandi: Íslensk galdrabók (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992).
  • Mary Beth Norton, In the Devil's Snare: The Salem Witchcraft Crisis of 1692 (New York: Vintage Books, 2002).
  • Ólína Þorvarðardóttir, Brennuöldin: Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000).
  • Marilynne K. Roach, The Salem Witch Trials: A Day-by-Day Chronicle of a Community under Siege (Lanham: Taylor Trade Publishing, 2002).

Myndir:

Höfundur

Arngrímur Vídalín

doktor í íslenskum bókmenntum frá HÍ

Útgáfudagur

24.5.2017

Spyrjandi

Katrín Eir Óðinsdóttir

Tilvísun

Arngrímur Vídalín. „Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69923.

Arngrímur Vídalín. (2017, 24. maí). Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69923

Arngrímur Vídalín. „Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69923>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma?

Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu lokið áður en nornafár greip um sig í Salem. Þá var aftökuaðferðin önnur: Á Íslandi voru sakfelldir galdramenn brenndir og voru það allt karlar utan Þuríðar Ólafsdóttur sem brennd var 1678, en í Salem voru sakborningar að mestu konur og þær voru með fáum undantekningum hengdar.

Brennuöld á Íslandi er jafnan miðuð við tímabilið 1654-1690. Þá eru flest skjalfest galdramál á Íslandi en þó eru til fáein dæmi um mál frá fyrri hluta 17. aldar og frá 18. öld (og vissulega voru galdrakindur þekkt vandamál á miðöldum eins og sést til dæmis í Íslendingasögum). Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram árið 1683 þegar Sveinn Árnason var tekinn af lífi vegna svonefndra Selárdalsmála, en síðasti brennudómurinn var kveðinn upp yfir Klemusi Bjarnasyni árið 1690. Þeim dómi var hins vegar hnekkt með konungsbréfi og Klemus gerður útlægur í staðinn, en það varð honum skammlifað happ þar sem hann lést í fangelsi í Kaupmannahöfn innan við tveim árum síðar.

Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu lokið áður en nornafár greip um sig í Salem. Höfundur myndar er óþekktur.

Erfitt er að svara því til hvað nákvæmlega réttarhöldin í Salem Village (nú Danvers, Massachusetts) árið 1692 voru. Marilynne K. Roach hefur tekið saman úr ýmsum skjölum og dagbókum atburðina sem leiddu til og leiddu af réttarhöldunum í Salem, dag frá degi frá 1. janúar 1692 til 14. janúar 1697. Endursögn hennar spannar 554 blaðsíður og líklega er það nákvæmasta lýsing á atburðunum sem slíkum, þótt túlkunina skorti.

Sagnfræðingurinn Mary Beth Norton hefur aftur á móti fært fram einna ítarlegustu greininguna á því hvað gerðist í Salem. Orsök nornafársins telur hún vera tvíþætta: Annars vegar sé svara að leita í heimsmynd púritana í Nýja-Englandi, sem litu á sig sem útvalið fólk sem útbreiða skyldi boðskap Guðs í heiðnu landi sem djöfullinn hefði áður ráðið yfir. Guð talaði til þeirra í stóru sem smáu, jafnt í halastjörnum og norðurljósum sem og í fellibyljum, þurrkum og bólusóttarfaröldrum. Allt gangvirki heimsins var samkvæmt vilja Guðs, sem púritanar túlkuðu í þeim atburðum sem hentu þá hvort sem þeir voru góðir eða slæmir. Hins vegar hafi skærur púritana við Wabanaki-indíána sem studdir voru af kaþólskum Frökkum gert illt verra. Stöðugir landvinningar þeirra gerðu að verkum að framgangur og sigur mótmælendatrúarinnar virtist ekki eins óhjákvæmilegur og áður, og mótlætið túlkuðu þeir sem svo að Guð væri að refsa þeim.

Nornir og galdur þeirra voru vissulega verk djöfulsins að mati púritana, en djöfullinn gat ekkert aðhafst nema með Guðs vilja. Meðan á nornafárinu í Salem stóð voru þónokkur dæmi um að fólk teldi sig hafa séð svartan mann, sem nánar lýst átti að hafa líkst indíána. Þannig urðu hin sýnilega og hin ósýnilega ógn eitt í hugum púritana, djöfullinn og Wabanaki-indíánarnir voru eitt og hið sama. Þegar níu og ellefu ára stúlkurnar Betty Parris og Abigail Williams tóku að fá köst sem virtust mjög alvarleg og óvanaleg var skýringin því ekki langt undan.

Allt kapp var lagt á að þvinga fram játningar á ætluðum myrkraverkum hinna ákærðu og réði það örlögum margra. Myndin er frá 1853 og er eftir Thompkins H. Matteson. Titill hennar er Examination of a witch eða Yfirheyrsla yfir norn.

Mary Beth Norton færir fyrir því rök að hefðu púritanar náð að forðast stríð við frumbyggja Nýja-Englands hefði nornafárið aldrei átt sér stað; ekki í þeim skilningi að stríðið hafi valdið fárinu, heldur að átökin hafi skapað aðstæður sem gerðu því kleift að festa rætur og vinda upp á sig með þeim ógnarhraða og skelfilegu afleiðingum sem raun ber vitni. Hluti af ástæðunni er að allir þeir sem voru viðloðandi málið báru mikla ábyrgð á ósigrum landnemanna í stríði þeirra við Wabanaki-indíánana. Það var þeim því í hag að líta svo á að ábyrgðin væri djöfulsins en ekki þeirra sjálfra, og spor djöfulsins sem fólk taldi sig sjá svo skýrt í galdramálunum í Salem Village reyndist þeim hentugt frávarp sem þeir höfðu allt tilefni til að taka þátt í að smíða. Presturinn John Hale ritaði frásögn um málin skömmu eftir að þau höfðu átt sér stað sem kom út árið 1702 og nefnist A Modest Enquiry Into the Nature of Witchcraft. Þar harmar hann ákefð manna í málinu, enda þótt hann hafi sjálfur átt þátt í því, og telur að ekki hafi verið við „nornirnar“ að sakast heldur djöfulinn sjálfan.

Menn eins og John Hathorne og Jonathan Corwin, auk annarra dómara í málinu, áttu samkvæmt Mary Beth Norton of mikilla hagsmuna að gæta sem oltið gætu á niðurstöðunni. Það er enn önnur orsök málsins í flókinni atburðarás. Við það og almenna trú á svartagaldur á þeim tíma bætist að dómararnir voru vanir því að sök væri örugg í þeim málum sem þeir dæmdu í. Því lögðu þeir allt kapp á að þvinga fram játningar á ætluðum myrkraverkum hinna ákærðu og réði það örlögum margra. Þegar orðrómur um samsæri norna gegn Essex-sýslu í Massachusetts náði hámæli tók slúður við; fólk sem þótt hafði sýna af sér undarlega hegðun, hvort sem það hafði spáð fyrir öðrum eða einfaldlega muldrað eitthvað undir áhrifum áfengis, var skyndilega gert tortryggilegt. Þegar múgæsingurinn stóð sem hæst var skammur vegur frá sérvisku til svartagaldurs. Hin hryllilegu réttarhöld í Salem veita sagnfræðingum þannig einnig ómetanlega innsýn í samfélagsgerð púritana á 17. öld. En það hvað olli ástandi stúlknanna og annarra „fórnarlamba“ nornanna til að byrja með er ekki fyllilega vitað og verður látið liggja á milli hluta hér.

Heimildir:
  • John Hale, A Modest Enquiry Into the Nature of Witchcraft, and How Persons of that Crime may be Convicted: And the means used for their Discovery Discussed, both Negatively and Affirmatively, according to SCRIPTURE and EXPERIENCE (Boston in N.E.: B. Green & J. Allen for Benjamin Eliot under the Town House, 1702).
  • Matthías Viðar Sæmundsson, Galdrar á Íslandi: Íslensk galdrabók (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992).
  • Mary Beth Norton, In the Devil's Snare: The Salem Witchcraft Crisis of 1692 (New York: Vintage Books, 2002).
  • Ólína Þorvarðardóttir, Brennuöldin: Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2000).
  • Marilynne K. Roach, The Salem Witch Trials: A Day-by-Day Chronicle of a Community under Siege (Lanham: Taylor Trade Publishing, 2002).

Myndir:

...