Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

category-iconTrúarbrögð

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...

category-iconHeimspeki

Hvernig hugsaði Aristóteles?

Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að huga að því hvaða forsendur við höfum til að svara spurningunni. Í fyrsta lagi höfum við ekki beinan aðgang að hugsunum annarra, ekki einu sinni samtímamanna okkar, heldur er hann háður túlkun á orðum þeirra og hegðun. Það er alls ekki víst að ritverk fólks ein og sér ge...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndafræði?

Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir í Ástralíu?

Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...

category-iconEfnafræði

Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?

Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...

category-iconUnga fólkið svarar

Eru til vampírur?

Vampírur eru til, en líklega ekki í þeim skilningi sem spyrjandi á við. Vampíra er samheiti yfir þrjár tegundir leðurblakna sem lifa á dýrablóði. Um þær má lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum? Þegar talað er um vam...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?

Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að fæðast með tennur?

Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig: Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna. Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar. Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi. Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæð...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getum við lifað á Mars?

Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?

Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín. Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...

category-iconUnga fólkið svarar

Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?

Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...

Fleiri niðurstöður