- Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna.
- Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar.
- Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að barnið er fætt, venjulega við 4 - 12 mánaða aldur.
- Fjórða stigið er þegar barnatennurnar detta út og fullorðinstennurnar koma upp.
Algengast er að ungbörn taki tennur við 6 mánaða aldur og er fyrsta tönnin sem kemur upp venjulega framtönn neðri góms. Það getur hins vegar komið fyrir að börn fæðist með tennur, en það á sér stað í um það bil einu af hverjum 2000 tilfellum. Þetta eru þá oft aukatennur sem þarf að fjarlægja þar sem þær geta valdið ungbarninu sársauka og valdið erfiðleikum við fæðuinntöku og brjóstagjöf. Tennur í nýburum geta einnig skaðað eða jafnvel klippt af tungubrodd barnsins þegar það er að reyna að sjúga. Nýburatennur geta bent til hormónavandamáls hjá barninu svo sem ofvirks skjaldkirtils. Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um tennur svo sem: Frekari upplýsingar má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.