Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að fæðast með tennur?

MBS

Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig:
  • Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna.
  • Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar.
  • Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að barnið er fætt, venjulega við 4 - 12 mánaða aldur.
  • Fjórða stigið er þegar barnatennurnar detta út og fullorðinstennurnar koma upp.

Þar sem tannmyndun hefst svo snemma í þroskaferlinu hefur næring móðurinnar mikil áhrif á tannmyndun fóstursins. Það skiptir því miklu máli fyrir eðlilega þroskun tanna í fóstrum og ungbörnum að móðirin gæti að því að fá öll nauðsynleg næringarefni. Nánar má lesa um þetta í svari Ingibjargar Gunnarsdóttur við spurningunni Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?

Algengast er að ungbörn taki tennur við 6 mánaða aldur og er fyrsta tönnin sem kemur upp venjulega framtönn neðri góms. Það getur hins vegar komið fyrir að börn fæðist með tennur, en það á sér stað í um það bil einu af hverjum 2000 tilfellum. Þetta eru þá oft aukatennur sem þarf að fjarlægja þar sem þær geta valdið ungbarninu sársauka og valdið erfiðleikum við fæðuinntöku og brjóstagjöf. Tennur í nýburum geta einnig skaðað eða jafnvel klippt af tungubrodd barnsins þegar það er að reyna að sjúga. Nýburatennur geta bent til hormónavandamáls hjá barninu svo sem ofvirks skjaldkirtils.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um tennur svo sem:

Frekari upplýsingar má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

5.4.2006

Spyrjandi

Steinunn Hauksdóttir, f. 1993

Tilvísun

MBS. „Er hægt að fæðast með tennur?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5788.

MBS. (2006, 5. apríl). Er hægt að fæðast með tennur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5788

MBS. „Er hægt að fæðast með tennur?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5788>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fæðast með tennur?
Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig:

  • Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna.
  • Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar.
  • Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að barnið er fætt, venjulega við 4 - 12 mánaða aldur.
  • Fjórða stigið er þegar barnatennurnar detta út og fullorðinstennurnar koma upp.

Þar sem tannmyndun hefst svo snemma í þroskaferlinu hefur næring móðurinnar mikil áhrif á tannmyndun fóstursins. Það skiptir því miklu máli fyrir eðlilega þroskun tanna í fóstrum og ungbörnum að móðirin gæti að því að fá öll nauðsynleg næringarefni. Nánar má lesa um þetta í svari Ingibjargar Gunnarsdóttur við spurningunni Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?

Algengast er að ungbörn taki tennur við 6 mánaða aldur og er fyrsta tönnin sem kemur upp venjulega framtönn neðri góms. Það getur hins vegar komið fyrir að börn fæðist með tennur, en það á sér stað í um það bil einu af hverjum 2000 tilfellum. Þetta eru þá oft aukatennur sem þarf að fjarlægja þar sem þær geta valdið ungbarninu sársauka og valdið erfiðleikum við fæðuinntöku og brjóstagjöf. Tennur í nýburum geta einnig skaðað eða jafnvel klippt af tungubrodd barnsins þegar það er að reyna að sjúga. Nýburatennur geta bent til hormónavandamáls hjá barninu svo sem ofvirks skjaldkirtils.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um tennur svo sem:

Frekari upplýsingar má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....