Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 385 svör fundust
Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar? Hugtakið sending er í þjó...
Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sonur minn Hannes, er að leika í Jörundi hundadagakonungi um þessar mundir í Færeyjum. Hann spurði mig um orð yfir lúshreinsun, á íslensku. Ég var með orðið, að kemba, og lúshreinsa, menn voru svo kallaðir lúsablesar, en það orð var nú notað í fleirri merkingum. Er til ...
Hvað er áburðarsprengja?
Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...
Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?
Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Er hægt að finna svar við öllu milli himins og jarðar?
Að sjálfsögðu er hægt að finna svar við öllu á milli himins og jarðar. Ef einhver spyr til að mynda hvernig sólin sé á litinn er hægt að gefa mörg svör, til að mynda "sólin er gul", "sólin er græn", "sólin hefur ekki lit heldur eru litir einungis til í huga skynjandans" eða jafnvel bara "42" (en 42 var samkvæmt bó...
Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?
Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...
Hvað heita beinin í þorskhausnum?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið hjálpað mér að finna upplýsingar um nöfn á beinum í þorskhausnum? Þessi spurning gæti talist með þeim óvenjulegri sem Vísindavefnum berast, og eru þær þó margar og ólíkar. Svarið er sem betur fer samt já! Við getum gefið upplýsingar um beinin í þorskhausnum. Be...
Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?
Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...
Hvernig myndast silfurberg?
Silfurberg nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Kalkspat er mjög algeng steind í jarðskorpunni: kalksteinn, marmari og krít, er til dæmis mestmegnis hreint kalkspat. Steindin fellur út úr vatni við margvíslegar aðstæður: skeldýr, kórallar og ýmis svifdýr mynda skeljar sínar úr kalkspat...
Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?
Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...
Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...
Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á ...
Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?
Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...