Í upphaflegu spurningunni er fjöldi sæta jafn fjölda hluta, það er n = k. Af formúlunni okkar sjáum við að fjöldi leiða til að raða n hlutum í n sæti er jafn n!/0!, eða n!. Í spurningunni eru n og k = 10 en Vísindavefurinn hefur einnig fengið spurningu um á hversu marga vegu hægt er að raða tölunum frá 1 og upp í 9. Við skulum byrja á því að skoða það dæmi. Hægt er að raða tölunum frá 1 og upp í 9 niður á
9! = 9 ∙ 8 ∙ ... ∙ 2 ∙ 1 = 362880vegu. Athyglisvert er að þetta er fjöldi mismunandi níu stafna talna þar sem sérhver tölustafur frá 1 og upp í 9 kemur nákvæmlega einu sinni fyrir. Eins er fjöldi leiða til að raða 10 kúlum í 10 sæti jafn 10!, en vegna þess að 10! = 10 ∙ 9! er fljótlegt að reikna þá tölu út frá því sem við höfum þegar gert.
Spyrjendur höfðu líka áhuga á að vita fjölda mismunandi uppraðana á spilum í spilastokki. Sá fjöldi fæst á sama hátt og tölurnar hér að ofan, en hann er 52!, sem jafngildir um 8,1x1067 mismunandi uppröðunum. Það er mjög stór tala; 81 milljón billjón billjón billjón billjón billjónir.
Tengt efni á Vísindavefnum:
- Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorstein Vilhjálmsson.
- Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorstein Vilhjálmsson.
- Myndin var fengin af Flickr.
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hér er smá stærðfræðigáta sem ég hef lengi pælt í en finn ekki svarið við og hún hljóðar svo: Ef ég er með 10 glös fyrir framan mig og 10 kúlur í hendinni og fer síðan að henda kúlunum tilviljanakennt í glösinn þangað til að mínar 10 kúlur eru búnar, þá enda ég með tilviljanakennda uppröðun í glösunum, en spurningin er svohljóðandi: Hversu margar mismunandi uppraðanir get ég hugsanlega fengið út úr þessu?Hér var einnig svarað spurningunni:
,,Hvað er hægt að raða tölunum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 á marga vegu?'' og ,,Hvað geta komið margar mismunandi uppraðanir í spilastokk?''