Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 705 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?

Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um laxa?

Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?

Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...

category-iconEfnafræði

Af hverju breytast egg við suðu?

Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær deyr mannkynið? Hvenær deyr sólin?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Jóns Óskarssonar, 12 ára: Hvenær klárar sólin eldsneyti sitt? Erfitt er að segja til um hve langa framtíð mannkynið á fyrir höndum á jörðinni, enda er saga þess mjög skammvinn miðað við sögu jarðar og sólar. Framtíðin fer meðal annars eftir því hvort mönnum læri...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvert er flatarmál sólarinnar?

Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig þróuðust litir?

Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu. Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita sjóða kartöflur?

Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kar...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?

Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?

Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...

category-iconUmhverfismál

Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu?

Spurningin í heild sinni var svona:Hvor er meiri, heildarkostnaðurinn eða heildarávinningurinn af Kyoto-samkomulaginu svokallaða ef samþykkt verður (ég á við fyrir heiminn í heild sinni en ekki bara Ísland)?Þegar menn segja að hlýnandi loftslag af völdum gróðurhúsalofttegunda muni sennilega gera Ísland "ennþá bygg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að safna kröbbum og mig langar að vita á hverju þeir lifa. Ég fann þá undir steinum í fjörunni heima hjá mér.Af stórum tífættum kröbbum (decapoda) er algengast að rekast á bogkrabba (Carcinus menas) í fjörunni en einnig sjást þar trjónukrabbar (Hyas araneus) og kuðung...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?

Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristal...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?

Kolmunni (Micromesistius poutassou, e. blue whiting) er af þorskfiskaætt (Gadidae) eins og nokkrir af þekktustu nytjafiskum Íslandsmiða, svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens) keila (Brosme brosme) og langa (Molva molva). Kolmunni getur orðið allt að 50 cm á le...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...

Fleiri niðurstöður