Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2382 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Nú eru til dýr sem hafa húðöndun, en af hverju getur fíll ekki haft húðöndun? Hvað mælir fræðilega á móti því?Þau dýr sem anda eingöngu í gegnum húðina eru yfirleitt afar einföld eins og til dæmis frumdýr (protozoa) eða frumstæðir fjölfrumungar, svo sem flatormar. Þessi dýr ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór er stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Hvað var stærsti þorskur sem veiddur hefur verið við Ísland stór, hvenær og hvar var hann veiddur og hver veiddi hann? Í fiskabók Gunnars Jónssonar segir að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland hafi verið 181 cm á lengd og veiddist hann á línu í Miðnessjó í apríl ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?

Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?

Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hún kokteilsósa?

Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd. Elstu dæm...

category-iconEfnafræði

Er hvít málning þyngri en svört?

Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því sva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?

Afbrotafræði er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Afbrotafræðin felur í sér vísindalega rannsókn á afbrotum, afbrotahegðun og viðurlögum. Mikil áhersla er lögð á aðferðafræði, refsilögin og fræðilegar kenningar um afbrot og samfélag....

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?

Það telst betra mál að nota lýsingarorðið margur um það sem hægt er að telja. Sem dæmi mætti nefna: Það voru margir krakkar á leikvellinum fremur en Það var mikið af krökkum á leikvellinum, Margir bílar voru á stæðinu fremur en Mikið af bílum var á stæðinu. Á sama hátt telja margir betra mál að segja: Það var marg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?

Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?

Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað? Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr bla...

Fleiri niðurstöður