Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Nú eru til dýr sem hafa húðöndun, en af hverju getur fíll ekki haft húðöndun? Hvað mælir fræðilega á móti því?
Þau dýr sem anda eingöngu í gegnum húðina eru yfirleitt afar einföld eins og til dæmis frumdýr (protozoa) eða frumstæðir fjölfrumungar, svo sem flatormar. Þessi dýr geta fullnægt súrefnisþörf sinni með flæði lofttegunda um húð vegna þess að líkamsrúmmál þeirra er mjög lítið.

Stærri dýr þurfa á meira súrefni að halda en minni og snemma í þróunarsögu dýra kom fram tilhneiging til að auka við loftskiptayfirborðsflöt líkamans samfara aukningu á rúmmáli dýranna.


Fílar í halarófu

Ef bygging tálkna og lungna er skoðuð sést að yfirborðsflötur þeirra er gríðarlega mikill. Þessi líffæri auka mjög loftskiptayfirborð stærri og flóknari dýra og það gerir þeim kleift að fá það súrefni sem stór skrokkurinn þarfnast. Þar fyrir utan hafa flest dýr einnig flókið miðlunarkerfi sem sér um að koma súrefni til frumna líkamans. Í hryggdýrum berst súrefni um líkamann með blóðinu sem fer eftir stóru og flóknu æðakerfi.

Fíllinn er stærsta núlifandi landdýrið og hann þarf á miklu súrefni að halda, enda eru lungu hans afar stór. Súrefnisþörf hans yrði aldrei fullnægt er hann gæti aðeins stuðst við húðöndun. Til þess er yfirborðsflötur húðarinnar alltof lítill miðað við rúmmál fílsins.

Mynd: Elephant Conservation

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.12.2004

Spyrjandi

Sindri Sverrisson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3932.

Jón Már Halldórsson. (2004, 29. desember). Gætu fílar andað eingöngu með húðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3932

Jón Már Halldórsson. „Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3932>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Nú eru til dýr sem hafa húðöndun, en af hverju getur fíll ekki haft húðöndun? Hvað mælir fræðilega á móti því?
Þau dýr sem anda eingöngu í gegnum húðina eru yfirleitt afar einföld eins og til dæmis frumdýr (protozoa) eða frumstæðir fjölfrumungar, svo sem flatormar. Þessi dýr geta fullnægt súrefnisþörf sinni með flæði lofttegunda um húð vegna þess að líkamsrúmmál þeirra er mjög lítið.

Stærri dýr þurfa á meira súrefni að halda en minni og snemma í þróunarsögu dýra kom fram tilhneiging til að auka við loftskiptayfirborðsflöt líkamans samfara aukningu á rúmmáli dýranna.


Fílar í halarófu

Ef bygging tálkna og lungna er skoðuð sést að yfirborðsflötur þeirra er gríðarlega mikill. Þessi líffæri auka mjög loftskiptayfirborð stærri og flóknari dýra og það gerir þeim kleift að fá það súrefni sem stór skrokkurinn þarfnast. Þar fyrir utan hafa flest dýr einnig flókið miðlunarkerfi sem sér um að koma súrefni til frumna líkamans. Í hryggdýrum berst súrefni um líkamann með blóðinu sem fer eftir stóru og flóknu æðakerfi.

Fíllinn er stærsta núlifandi landdýrið og hann þarf á miklu súrefni að halda, enda eru lungu hans afar stór. Súrefnisþörf hans yrði aldrei fullnægt er hann gæti aðeins stuðst við húðöndun. Til þess er yfirborðsflötur húðarinnar alltof lítill miðað við rúmmál fílsins.

Mynd: Elephant Conservation...