Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1417 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?

Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru krókódílar árásargjarnir?

Krókódílar eru rándýr, það er að segja kjötætur, og sýna árásargirni þar sem þeir þurfa að veiða sér til matar. Venjist svo krókódílar að þiggja mat frá mönnum búa þeir til tengingu milli manna og fæðu, sem eykur líkur þess að þeir ráðist á menn; hið sama gildir um fjölmörg rándýr. Stundum þurfa kvendýrin að vernd...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um rímur?

Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim. Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja ha...

category-iconHugvísindi

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?

Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymno...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið jafndægur?

Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haust...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar? Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?

Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni. Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinninga...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?

Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna hafa allar margliður að minnsta kosti eina rót í mengi tvinntalnanna?

Við skulum byrja á að rifja upp hvað margliður og tvinntölur eru svo að allir viti hvað um er rætt. Tvinntala er tala á forminu a + ib, þar sem a og b eru venjulegar rauntölur, og i er fasti sem uppfyllir að i2 = -1. Allar venjulegar rauntölur eru líka tvinntölur, því ef a er rauntala þá má skrifa hana sem a + i*0...

category-iconBókmenntir og listir

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?

Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

category-iconEfnafræði

Drepur handspritt kórónaveiruna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum? Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (al...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?

Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...

Fleiri niðurstöður