Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 450 svör fundust
Hvaðan koma atómin þegar lífrænar frumur skipta sér?
Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...
Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur?
Melting, frásog og blóðsykur Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykran glúkósi og hvítur sykur er tvísykran súkrósi, sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrá...
Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?
Hefð er fyrir því á Íslandi að greina ár og læki í lindár, dragár og jökulár eftir uppruna þeirra. Í bók sinni Myndun og mótun lands útskýrir Þorleifur Einarsson ágætlega muninn á ám í þessum þremur flokkum:Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni ... Dragár eiga sér tíðum engin glögg upptök. Þær ...
Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?
Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...
Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?
Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...
Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?
Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskil...
Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?
Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...
Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?
Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...
Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?
Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki. IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaða...
Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?
Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...
Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?
Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?
Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...
Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?
Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...