Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 366 svör fundust
Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?
Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...
Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?
Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...
Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?
Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...
Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?
Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...
Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?
Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...
Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?
Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri ei...
Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask? Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunand...
Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?
Dadaismi og súrrealismi eiga það sameiginlegt að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í lífi og list og boða nýtt upphaf. Dadaisminn, sprottinn upp úr vitfirringu heimstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar og endurspeglun í senn, telst vera undanfari hins síðarnefnda en gengur vissulega lengra og er að því leyti sjálfum sér s...
Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?
Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...
Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?
Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...
Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...
Lifa höfrungar við Ísland?
Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...
Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?
Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...
Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?
Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...