Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 369 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?

Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í geg...

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconUmhverfismál

Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það? Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?

Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...

category-iconHagfræði

Geta verðbætur talist tekjur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?

Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...

category-iconHugvísindi

Er rétt að Keltar hafi verið mannætur fyrir 2000 árum?

Til þess að svara þessari spurningu er rétt að spyrja fyrst hvort mannætur hafi nokkurn tímann verið til? Mannfræðingar, fornleifafræðingar og aðrir fræðimenn sem rannsakað hafa heimildir um mannætur í ýmsum þjóðfélögum, eru ekki á eitt sáttir um að reglubundið mannaát hafi nokkurn tímann tíðkast. Þeir sem halda þ...

category-iconVísindi almennt

Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?

Orðin „ófreskja” og „skrímsl[i]” eru ekki vísindaleg hugtök. Í Íslenskri orðabók stendur að ófreskja merki „hræðileg skepna”. Orðið tengist líka hinu dulræna og yfirnáttúrulega, „ófreski” er skyggni eða skyggnigáfa. Ófreskjur tilheyra því frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda. Í bókmenntu...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?

Aristarkos frá Samos var forngrískur stjörnufræðingur sem er frægastur fyrir að hafa sett fram sólmiðjukenningu. Hann fæddist á eynni Samos um 320 eða 310 f.Kr. en lærði í Aþenu hjá aristótelíska heimspekingnum Stratoni frá Lampsakos. Straton stýrði skólanum Lýkeion, sem Aristóteles stofnaði, á árunum 286-268 f.Kr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...

category-iconSálfræði

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...

category-iconLæknisfræði

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Hver eru einkenni hennar?

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Áður fyrr greindu læknar oft sykursýki með því að bragða á þvagi sjúklinga. Sætt bragð var sterk vísbending um sykur í þvagi og lýsir það í raun vel því sem er að gerast í líkamanum; blóðsykur hækkar. Raunverulegur vettvangur sykursýki er ekki innan fr...

Fleiri niðurstöður