Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1541 svör fundust
Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?
Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?
Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamó...
Hver er opinber skilgreining á líftækni?
Athugasemd ritstjórnar: OECD hefur nú samþykkt tölfræðilega skilgreiningu á líftækni. Nánar má lesa um skilgreininguna á heimasíðu OECD. Ekki mun vera til nein opinber skilgreining á orðinu líftækni en viss hugtök sem tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu ...
Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?
Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...
Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?
Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...
Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...
Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?
Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...
Hvað er úrkoma í grennd?
Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismu...
Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?
Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til? Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra...
Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...
Er til íslensk sérsveit?
Í stuttu máli, já. Íslenska sérsveitin heyrir undir ríkislögreglustjóra og er hún vopnuð sérsveit lögreglunnar, stundum kölluð Víkingasveitin. Hún var stofnuð 19. október árið 1982 en þá höfðu fyrstu sérsveitarmennirnir hlotið viðeigandi þjálfun hjá norsku sérsveitinni. Þá þótti orðið löngu tímabært að hafa vopnað...