Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1122 svör fundust
Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...
Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?
Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...
Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?
Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'. Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnug...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.
Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...
Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?
Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi. Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn ...
Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?
Orðið kaup merkir ‛verslun, viðskipti’ og er venjulega notað í fleirtölu sem og í merkingunni ‛það að kaupa’. Gerð eru góð eða slæm kaup, maður getur átt í hagstæðum eða óhagstæðum kaupum við einhvern annan og þriðji maður getur til dæmis gengið inn í kaupin. Ekki er kominn festa á beygingu verslun...
Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?
Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi: a) Jón borðaði ísinn sinn. Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er ...
Hvað er að fá sér einn gráan?
Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...
Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...
Hver fann upp sjónaukann?
Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...
Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í h...
Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?
Lagið Afgan eftir hinn þjóðþekkta söngvara Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni Fingraför árið 1983. Textann við lagið má finna í heild sinni á heimasíðu Bubba, en fyrsta erindið hljóðar svona: Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann.Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?Svitinn pe...
Hvernig verkar geðlyfið Haldol?
Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...
Hvað rokkar feitt?
Eitt af því sem einkennir slangur er hversu óstöðugt það er. Orð og orðasambönd komast í tísku og ná fjöldahylli á undraskömmum tíma en víkja síðan jafnhratt fyrir nýrri tísku. Stundum eru tískuorðin fengin að láni úr öðrum málum, oftast ensku, sum eru innlend nýsköpun og einnig er algengt að alþekkt íslensk orð s...