Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr tóku allir úngir guðfræðingar í nefið.“ Í talmálssafni Orðabókarinnar voru einnig aðeins til tvö dæmi, bæði sunnlensk.

Af þessum dæmum er ekki unnt að sjá hvaðan orðasambandið er komið. Það kemur fyrir í orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920-24. Við orðið röndóttur er tekið fram að það sé notað sem blótsyrði í sambandinu hver röndóttur. Þeirrar merkingar er ekki getið í orðabók Eddu frá 2002. Eldri orðabækur geta ekki heldur um þessa notkun.



Nokkrir bandarískir fangar í röndóttum fangabúningum.

Óvíst er hvaðan orðasambandið er komið. Í glímumáli er talað um að fara, koma eða slá í eina röndótta eða bröndótta þegar menn takast á í glímu. Hvort tengsl eru þar á milli er óvíst en vel hugsanlegt. Einnig er hugsanlegt að tengsl séu við jólaköttinn, sem farið var að teikna bröndóttan, það er með röndum, snemma á 20. öld.

Mynd: Postcards from Prison

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.1.2004

Spyrjandi

Aron Emilsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3966.

Guðrún Kvaran. (2004, 23. janúar). Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3966

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr tóku allir úngir guðfræðingar í nefið.“ Í talmálssafni Orðabókarinnar voru einnig aðeins til tvö dæmi, bæði sunnlensk.

Af þessum dæmum er ekki unnt að sjá hvaðan orðasambandið er komið. Það kemur fyrir í orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefin var út á árunum 1920-24. Við orðið röndóttur er tekið fram að það sé notað sem blótsyrði í sambandinu hver röndóttur. Þeirrar merkingar er ekki getið í orðabók Eddu frá 2002. Eldri orðabækur geta ekki heldur um þessa notkun.



Nokkrir bandarískir fangar í röndóttum fangabúningum.

Óvíst er hvaðan orðasambandið er komið. Í glímumáli er talað um að fara, koma eða slá í eina röndótta eða bröndótta þegar menn takast á í glímu. Hvort tengsl eru þar á milli er óvíst en vel hugsanlegt. Einnig er hugsanlegt að tengsl séu við jólaköttinn, sem farið var að teikna bröndóttan, það er með röndum, snemma á 20. öld.

Mynd: Postcards from Prison...