Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3204 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?

Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...

category-iconHugvísindi

Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?

Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmy...

category-iconEfnafræði

Af hverju er metan hættulegri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð?

Fyrst er rétt að útskýra stuttlega í hverju svokölluð gróðurhúsaáhrif lofttegunda í andrúmsloftinu felast.[1] Í hnotskurn felast þau í því að viðkomandi lofttegundir geta hindrað hitageislun frá jörðinni, sem myndast í kjölfar sólargeislunar, vegna þess að viðkomandi sameindir gleypa þá geislun. Í framhaldi af ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?

Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?

Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...

category-iconLæknisfræði

Er sjálfsfróun hættuleg?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvort eru það fleiri karlmenn eða konur sem fróa sér? Af hverju finnst sumum stelpum ógeðslegt að fróa sér? Af hverju stunda flestir unglingar sjálfsfróun? Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugt...

category-iconEfnafræði

Er hlutfall gastegunda í andrúmsloftinu alls staðar það sama?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Við sjávarmál og við eina loftþyngd og 15°C eru hlutföll þessara gastegunda í andrúmsloftinu þau sömu um allan heim (sjá töflu). Tafla sem sýnir samsetningu lofthjúpsins (án vatnsgufu) við sjávarmál, við eina loftþyngd og 15°C ásamt bræðslumarki og suðumarki ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

category-iconJarðvísindi

Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?

Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?

Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?

Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Gæti týndur ferðamaður á jökli í blindbyl gert vart við sig með öflugum leysigeisla?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er öflugt leysiljós sýnilegt yfir einhverja marktæka vegalengd í gegnum snjóstorm? Dæmi: Ferðamaður upp á jökli týnist í blindbyl, hann er með öflugt leysiljós (1000mW+). Mundi björgunarsveitin sjá leysiljósið yfir einhverja marktæka vegalengd? Stutta svarið við þessar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Karls von Frisch?

Karl Ritter1 von Frisch fæddist 20. nóvember 1886 í Vínarborg og lést 12. júní 1982 í München, yngstur fjögurra sona hjónanna Antons Ritters von Frisch prófessors og þvagfæraskurðlæknis og Marie von Frisch. Allir urðu bræðurnir háskólaprófessorar eins og faðir þeirra. Karl nam líffræði við Háskólann í Vín og síðan...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...

Fleiri niðurstöður