Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 902 svör fundust
Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...
Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?
Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...
Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur?
Johann Gregor Mendel er oft nefndur faðir erfðafræðinnar, en hann sýndi fyrstur manna fram á með tilraunum hvernig einkenni gætu erfst á milli kynslóða og setti fram kenninguna um erfðaefnið. Mendel fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu, sem nú heitir Tékkland. Þetta svæði var þá hluti af austurrís...
Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?
Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.” Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til d...
Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?
Mismunandi litir sands má rekja til uppruna hans og efnainnihalds. Í svari Sigurður Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? kemur fram að í stórum dráttum megi flokka fjörusand við strendur Íslands í fjóra flokka eftir uppruna, það er:Sandur sem hafaldan mol...
Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?
Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...
Hvað getið þið sagt mér um fiseindir?
Fiseindir (e. neutrinos) teljast til öreinda, en allt efni í alheiminum er samsett úr litlum einingum sem vísindamenn nefna öreindir. Í minnstu hlutum er aragrúi öreinda. Fiseindir hafa lengi þótt mjög dularfullar. Þær víxlverka mjög lítið við annað efni og hafa löngum verið taldar hafa nær engan kyrrstöðumassa ...
Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?
Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...
Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...
Hvað eru öndvegissúlur?
Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...
Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?
Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands. Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum. Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök...
Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"? Í Íslenskri orð...
Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?
Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...
Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...
Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...