Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 351 svör fundust
Af hverju fær maður ofnæmi?
Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...
Hvað er ránlífi?
Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...
Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?
Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...
Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?
Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...
Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum?
Til Fídjieyja teljast um 800 eyjar og sker. Þær liggja í Suður-Kyrrahafi um 3100 kílómetrum norðaustur af Sydney í Ástralíu. Stærstu eyjarnar heita Viti Levu og Vanua Levu. Landnám á eyjunum hófst fyrir um 3500 árum síðan og í dag er búið á meira en 100 eyjum. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi komið frá Melanesíu s...
Hvað getið þið sagt mér um þróun fiska?
Tilkoma fiska markar einnig upphaf hryggdýra á jörðinni. Í svonefndum Burgess-steingervingalögum fannst lítið dýr frá kambríumtímabilinu sem hlotið hefur nafnið Pikaia. Þetta dýr var smávaxinn hryggleysingi og að öllum líkindum forfaðir hryggdýra nútímans. Pikaia hafði svonefnda seil sem er baklægur styrktarstreng...
Hvað éta pokadýr?
Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna. Ránpokadýr (Dasyuromorphia) Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (T...
Hvað er fjörumór og hvernig verður hann til?
Fjörumór er, eins og nafnið bendir til, mór niðri í fjöru, nefnilega fjarri náttúrlegu umhverfi slíkra myndana. Mór, sem um aldir og allt fram á 20. öld var mikilvægt eldsneyti Íslendinga, myndast þannig: Á hverju hausti falla jurtir og trjálauf og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar, kolvetnasambönd oxast...
Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?
Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...
Hver eru helstu áhrif flúors á manninn?
Flúor sem frumefni er mjög hvarfgjarnt gulgrænt tærandi gas, en í náttúrunni er það yfirleitt bundið í steinefnum eins og til dæmis flúrspati (CaF2), krýólíti (Na3AlF6) eða sílíkötum. Vatnsefnisflúoríð eða HF er litlaus en lyktsterk gastegund sem myndar flúrsýru í vatni. Flúor er rafdrægasta frumefnið, þ.e. það ...
Hver eru mengunaráhrif brennisteins?
Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...
Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?
Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...
Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?
Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna. Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefn...
Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?
Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...
Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?
Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu: Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391). Um fle...