Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir geta verið allt frá því að tegundin sé í „bráðri útrýmingarhættu“ (e. critically endangered) til þess að vera í „nokkurri hættu“ (e. vulnerable). Auk þess eru þrír flokkar fyrir útdauðar tegundir, það er „útdauð“ (e. extinct), „útdauð í náttúrunni“ (e. extinct in the wild) og „útdauð á svæði“ (e. regionally extinct).

Rostungur (Odobenus rosmarus) metin sem tegund útdauð á Íslandi (ER) vegna áreiðanlegra gagna um að íslenskur stofn hafi verið hér við landnám en dáið út eftir 1330.

Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista yfir þær spendýrategundir sem finnast hér á landi eða innan efnahagslögsögunnar. Lagt var mat á 20 tegundir og eru sjávarspendýr þar í miklum meirihluta, enda ekki margar tegundir villtra landspendýra á Íslandi. Af þessum tegundum eru sex á válista, það eru rostungur (Odobenus rosmarus) og sandlægja (Eschrichtius robustus) sem eru útdauðar tegundir á Íslandi (RE), sléttbakur (Eubalaena glacialis) sem telst vera í bráðri hættu (CR), landselur (Phoca vitulina) sem er í hættu (EN) og steypireyður (Balaenoptera musculus) og útselur (Halichoerus grypus) en þær tegundir teljast í nokkurri hættu (VU). Nánari gögn vantar um tvær tegundir en 12 tegundir teljast ekki í hættu.

Sama ár kom einnig út endurskoðaður válisti fugla en eldri listi var frá árinu 2000. Lagt var mat á 91 tegund og er 41 þeirra á válista. Af þeim er ein tegund útdauð í heiminum (EX), þrjár tegundir sem verpa ekki lengur á Íslandi og flokkast því sem útdauðar hér þótt þær lifi góðu lífi annars staðar (ER), þrjár tegundir í bráðri hættu (CR), 11 tegundir í hættu (EN)og 23 tegundir í nokkurri hættu (VU). Í svari við spurningunni Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi? má sjá hvaða tegundir þetta eru.

Náttúrufræðistofnun hefur ekki gefið út válista fyrir skordýr eða aðra hryggleysingja. Ekki hefur heldur verið gefinn út válisti yfir ferskvatnsfiska enda teljast þær tegundir fiska sem lifa hér vart í mikilli útrýmingarhættu. Þó mætti kannski setja álinn í þennan hóp þar sem hann er orðinn mun sjaldséðari nú en fyrir nokkrum áratugum.

Hins vegar hefur verið gefinn út válisti æðplantna á Íslandi og eru 56 tegundir á þeim lista. Nánari upplýsingar um þær má finna á vef Náttúrufræðistofnunar: Válisti æðplantna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.5.2013

Síðast uppfært

7.8.2024

Spyrjandi

Elín Aðalsteina, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65276.

Jón Már Halldórsson. (2013, 30. maí). Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65276

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65276>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?
Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir geta verið allt frá því að tegundin sé í „bráðri útrýmingarhættu“ (e. critically endangered) til þess að vera í „nokkurri hættu“ (e. vulnerable). Auk þess eru þrír flokkar fyrir útdauðar tegundir, það er „útdauð“ (e. extinct), „útdauð í náttúrunni“ (e. extinct in the wild) og „útdauð á svæði“ (e. regionally extinct).

Rostungur (Odobenus rosmarus) metin sem tegund útdauð á Íslandi (ER) vegna áreiðanlegra gagna um að íslenskur stofn hafi verið hér við landnám en dáið út eftir 1330.

Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista yfir þær spendýrategundir sem finnast hér á landi eða innan efnahagslögsögunnar. Lagt var mat á 20 tegundir og eru sjávarspendýr þar í miklum meirihluta, enda ekki margar tegundir villtra landspendýra á Íslandi. Af þessum tegundum eru sex á válista, það eru rostungur (Odobenus rosmarus) og sandlægja (Eschrichtius robustus) sem eru útdauðar tegundir á Íslandi (RE), sléttbakur (Eubalaena glacialis) sem telst vera í bráðri hættu (CR), landselur (Phoca vitulina) sem er í hættu (EN) og steypireyður (Balaenoptera musculus) og útselur (Halichoerus grypus) en þær tegundir teljast í nokkurri hættu (VU). Nánari gögn vantar um tvær tegundir en 12 tegundir teljast ekki í hættu.

Sama ár kom einnig út endurskoðaður válisti fugla en eldri listi var frá árinu 2000. Lagt var mat á 91 tegund og er 41 þeirra á válista. Af þeim er ein tegund útdauð í heiminum (EX), þrjár tegundir sem verpa ekki lengur á Íslandi og flokkast því sem útdauðar hér þótt þær lifi góðu lífi annars staðar (ER), þrjár tegundir í bráðri hættu (CR), 11 tegundir í hættu (EN)og 23 tegundir í nokkurri hættu (VU). Í svari við spurningunni Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi? má sjá hvaða tegundir þetta eru.

Náttúrufræðistofnun hefur ekki gefið út válista fyrir skordýr eða aðra hryggleysingja. Ekki hefur heldur verið gefinn út válisti yfir ferskvatnsfiska enda teljast þær tegundir fiska sem lifa hér vart í mikilli útrýmingarhættu. Þó mætti kannski setja álinn í þennan hóp þar sem hann er orðinn mun sjaldséðari nú en fyrir nokkrum áratugum.

Hins vegar hefur verið gefinn út válisti æðplantna á Íslandi og eru 56 tegundir á þeim lista. Nánari upplýsingar um þær má finna á vef Náttúrufræðistofnunar: Válisti æðplantna.

Heimildir og mynd:...