Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?

Vordís Baldursdóttir

Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna.

Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefni og talið er að í heiminum öllum innihaldi rúmlega 35.000 vörur einhver varnarefni eða blöndur þeirra. Árið 2013 er skimað fyrir 63 virkum efnum hérlendis en samkvæmt matvælalöggjöf Íslands er skylt að skima fyrir um það bil 190 efnum og krafist getu til að skima fyrir allt að 300 efnum. Flest nágrannalönd okkar skima fyrir töluvert fleiri en 300 efnum og núverandi skimun hér á landi er því ónóg. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvaða efni er raunverulega að finna í afurðum sem eru til sölu hér á landi, nema með því að skoða einnig niðurstöður skimunar í nágrannalöndunum. Leiða má að því líkum að mörg efni séu til staðar í afurðum sem seldar eru hérlendis án þess að við vitum af þeim. Við skimum ekki fyrir þessum efnum en þau finnast í afurðum í nágrannalöndum okkar.

Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarnefni. Þau skiptast í fjóra flokka: Skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni.

Oft fer það eftir uppruna ávaxta og grænmetis hvaða efni finnast og í hvaða magni. Ástæðan er meðal annars sú að reglugerðir ríkja eru ólíkar. Sömu reglur gilda um hámörk varnarefnaleifa í flestum löndum Evrópu, þar meðtöldu Íslandi. Í Bandaríkjunum og Kanada gilda í flestum tilfellum aðrar reglur og í sumum tilfellum er leyfilegt að nota efni þar sem búið er að banna í Evrópu. Í mjög mörgum tilfellum eru leyfileg mörk einnig hærri þar en hérlendis. Ríki Suður-Ameríku, Afríku og Asíu hafa ekki sameiginlegar reglur og í sumum tilfellum er þar engar reglur að finna. Í sumum löndum þessara heimsálfa er enn verið að nota efni sem hafa verið bönnuð annars staðar, svo sem hér á landi.

Oftast finnast ekki sömu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti.

Tafla 1: Fimm algengustu varnarefnin í ávöxtum á Íslandi árið 2009.

EfniTegund
Imazalilsveppaeitur
Thiabendazolesveppa- og skordýraeitur
Chlorpyrifosskordýraeitur
2- Phenylphenolsveppaeitur
Pyrimethanilsveppaeitur

Tafla 2: Fimm algengustu varnarefnin í grænmeti á Íslandi árið 2009.

EfniTegund
Chlorothalonilsveppaeitur
Cyprodinil sveppaeitur
Imazalilsveppaeitur
Chlorpyrifosskordýraeitur
Metalaxylsveppaeitur

Ef horft er til þess hvaða efni er algengast að finna í afurðum hjá nágrannalöndum okkar, svo sem Svíþjóð og Noregi, þá má einnig nefna boskalid, fenhexamid, pyraclostrobin, propamocarb imidacloprid og carbendazim en fyrir þeim er ekki skimað hér landi í dag. Það er oft breytilegt milli ára hvaða efni finnast helst. Í því samhengi skiptir meðal annars máli úr hvaða tegundum sýni eru tekin og eins dreifing á milli þeirra. Ekki eru sömu efnin notuð á ólíkar tegundir og mismunandi efni finnast í ávöxtum annars vegar og grænmeti hins vegar. Mismunandi efni finnast einnig í til dæmis eplum og appelsínum. Ræktunarstaður og aðferðir geta líka haft áhrif. Magn og tegund efna getur verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða útiræktun eða gróðurhúsaræktun, vatnsrækt eða rækt í jarðvegi og svo mætti lengi telja.

Þó unnt sé að finna upplýsingar um hvaða áhrif varnarefni geta haft á menn og lífverur ein og sér, þá er mjög erfitt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif efnin hafa á lífverur til lengri tíma litið. Þar kemur margt til og má þar helst nefna það sem kallað er kokteiláhrif en það er þegar leifar margra efna finnast í sama sýninu. Það er ekki óalgengt að í sama sýninu finnist fleiri en eitt varnarefni og að meðaltali eru tvö eða fleiri efni í um 40-50% þeirra sýna sem innihalda varnarefni. Í Svíþjóð hafa menn fundið allt að 14 efni í einu og sama sýninu. Hér á landi hafa á síðustu árum mest fundist sjö efni í einu og sama sýninu. Það er því ekki nóg að vita hvaða áhrif hvert og eitt efni getur haft því það getur verið mismunandi hvernig efnin virka saman og hvaða áhrif þau hafa hvort á annað. Sum geta haft aukna virki, en önnur minnkandi, ef þau blandast öðrum efnum.

Helstu heimildir:

Mynd:

Höfundur

sérfræðingur í varnarefnamælingum hjá Matís

Útgáfudagur

4.10.2013

Spyrjandi

Vera Lind Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Vordís Baldursdóttir. „Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?“ Vísindavefurinn, 4. október 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65028.

Vordís Baldursdóttir. (2013, 4. október). Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65028

Vordís Baldursdóttir. „Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65028>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?
Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna.

Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefni og talið er að í heiminum öllum innihaldi rúmlega 35.000 vörur einhver varnarefni eða blöndur þeirra. Árið 2013 er skimað fyrir 63 virkum efnum hérlendis en samkvæmt matvælalöggjöf Íslands er skylt að skima fyrir um það bil 190 efnum og krafist getu til að skima fyrir allt að 300 efnum. Flest nágrannalönd okkar skima fyrir töluvert fleiri en 300 efnum og núverandi skimun hér á landi er því ónóg. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvaða efni er raunverulega að finna í afurðum sem eru til sölu hér á landi, nema með því að skoða einnig niðurstöður skimunar í nágrannalöndunum. Leiða má að því líkum að mörg efni séu til staðar í afurðum sem seldar eru hérlendis án þess að við vitum af þeim. Við skimum ekki fyrir þessum efnum en þau finnast í afurðum í nágrannalöndum okkar.

Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarnefni. Þau skiptast í fjóra flokka: Skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni.

Oft fer það eftir uppruna ávaxta og grænmetis hvaða efni finnast og í hvaða magni. Ástæðan er meðal annars sú að reglugerðir ríkja eru ólíkar. Sömu reglur gilda um hámörk varnarefnaleifa í flestum löndum Evrópu, þar meðtöldu Íslandi. Í Bandaríkjunum og Kanada gilda í flestum tilfellum aðrar reglur og í sumum tilfellum er leyfilegt að nota efni þar sem búið er að banna í Evrópu. Í mjög mörgum tilfellum eru leyfileg mörk einnig hærri þar en hérlendis. Ríki Suður-Ameríku, Afríku og Asíu hafa ekki sameiginlegar reglur og í sumum tilfellum er þar engar reglur að finna. Í sumum löndum þessara heimsálfa er enn verið að nota efni sem hafa verið bönnuð annars staðar, svo sem hér á landi.

Oftast finnast ekki sömu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti.

Tafla 1: Fimm algengustu varnarefnin í ávöxtum á Íslandi árið 2009.

EfniTegund
Imazalilsveppaeitur
Thiabendazolesveppa- og skordýraeitur
Chlorpyrifosskordýraeitur
2- Phenylphenolsveppaeitur
Pyrimethanilsveppaeitur

Tafla 2: Fimm algengustu varnarefnin í grænmeti á Íslandi árið 2009.

EfniTegund
Chlorothalonilsveppaeitur
Cyprodinil sveppaeitur
Imazalilsveppaeitur
Chlorpyrifosskordýraeitur
Metalaxylsveppaeitur

Ef horft er til þess hvaða efni er algengast að finna í afurðum hjá nágrannalöndum okkar, svo sem Svíþjóð og Noregi, þá má einnig nefna boskalid, fenhexamid, pyraclostrobin, propamocarb imidacloprid og carbendazim en fyrir þeim er ekki skimað hér landi í dag. Það er oft breytilegt milli ára hvaða efni finnast helst. Í því samhengi skiptir meðal annars máli úr hvaða tegundum sýni eru tekin og eins dreifing á milli þeirra. Ekki eru sömu efnin notuð á ólíkar tegundir og mismunandi efni finnast í ávöxtum annars vegar og grænmeti hins vegar. Mismunandi efni finnast einnig í til dæmis eplum og appelsínum. Ræktunarstaður og aðferðir geta líka haft áhrif. Magn og tegund efna getur verið mismunandi eftir því hvort um er að ræða útiræktun eða gróðurhúsaræktun, vatnsrækt eða rækt í jarðvegi og svo mætti lengi telja.

Þó unnt sé að finna upplýsingar um hvaða áhrif varnarefni geta haft á menn og lífverur ein og sér, þá er mjög erfitt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif efnin hafa á lífverur til lengri tíma litið. Þar kemur margt til og má þar helst nefna það sem kallað er kokteiláhrif en það er þegar leifar margra efna finnast í sama sýninu. Það er ekki óalgengt að í sama sýninu finnist fleiri en eitt varnarefni og að meðaltali eru tvö eða fleiri efni í um 40-50% þeirra sýna sem innihalda varnarefni. Í Svíþjóð hafa menn fundið allt að 14 efni í einu og sama sýninu. Hér á landi hafa á síðustu árum mest fundist sjö efni í einu og sama sýninu. Það er því ekki nóg að vita hvaða áhrif hvert og eitt efni getur haft því það getur verið mismunandi hvernig efnin virka saman og hvaða áhrif þau hafa hvort á annað. Sum geta haft aukna virki, en önnur minnkandi, ef þau blandast öðrum efnum.

Helstu heimildir:

Mynd:

...