Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 731 svör fundust
Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?
G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...
Hvað eigum við að gera ef við finnum forngrip á víðavangi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fær maður pening ef maður finnur fornmun og lætur Fornleifastofnun vita af fundinum? Þeir sem finna forngripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Stofnunin er með skrifstofu á...
Hvað eru sextándatölur og áttundatölur?
Sextándakerfi (einnig nefnt sextánundakerfi) er sætistalnakerfi með grunntölunni sextán. Sextándakerfi notar sextán tákn: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E, F. Þá er Ahex = 10 í tugakerfi, Bhex = 11dec, Chex = 12dec, Dhex = 13dec, Ehex = 14dec og Fhex = 15dec. Táknið „dec“ merkir að talan er rituð í t...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...
Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?
Meginheimildir um stofnun Þórsnesþings á Snæfellsnesi eru Landnámabók og Eyrbyggja saga. Þær eru hins vegar ekki óháðar heimildir þar sem líklegt þykir að Sturla Þórðarson (1214-1284) hafi stuðst við Eyrbyggja sögu í þeirri Landnámugerð sem við hann er kennd og er sú elsta þar sem segir frá Þórsnesþingi. Í þess...
Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?
Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...
Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?
Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...
Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?
Fyrsta tungllendingin fór fram á Kyrrðarhafinu (e. Sea of Tranquility) á 00,67408 breiddargráðu norður og 23,47297 lengdargráðu austur. Staðurinn er merktur inn á myndirnar hér neðar í svarinu. Kyrrðarhafið var sérstaklega valið því það er fremur slétt svæði. Á því eru hins vegar tiltölulega margir gígar og...
Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...
Af hverju er hringnum skipt í 360 gráður?
Babýloníumenn, sem bjuggu í fyrndinni þar sem nú er Írak en áður hét Mesópótamía, notuðu töluna 60 sem grunnmælieiningu. Talan 60 var einnig grunntala í talnaritunarkerfi þeirra. Þess sér stað í tímamælingum enn í dag þar sem klukkustundinni er skipt í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. En hvers vegna var ...
Hver fann upp tölurnar?
Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...
Af hverju ganga sumir í svefni?
Vísindavefurinn hefur fengið ótalmargar spurningar um þetta efni, svo spyrjendur komust ekki nándar nærri allir fyrir í spyrjendareitnum. Aðrir spyrjendur eru: Jón Bragi Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Berndsen, Hanna Lilja Jónasdóttir, Magnús Óskarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Reyni...
Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó. Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...
Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...
Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?
Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar. Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum k...