Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 804 svör fundust
Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?
Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...
Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?
Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill. Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í...
Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?
Langflestir Svisslendingar eru kristinnar trúar. Kaþólikkar eru fjölmennastir eða um 41,8% landsmanna. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar er páfinn í Róm en um hann er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hvert er hlutverk páfans? Mótmælendur eru næst fjölmennastir en 35,3% Svisslendinga teljast til þeirra...
Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?
Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...
Hvaðan á orðið „romsa“ uppruna sinn?
Orðið romsa getur verið bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir ‘þula, langloka’ en sögnin ‘þylja (í belg og biðu)’, til dæmis romsa einhverju upp úr sér. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi um bæði orðin frá því snemma á 19. öld. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:772) segir Ásgeir Blöndal Magnússon ...
Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?
Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og ...
Hvaðan kemur orðið skrípó?
Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...
Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?
Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Eru vötn á tunglinu? segir meðal annars:Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum. Inn á milli þeirra eru yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (enska ‘mare’ í eintölu, ‘maria’ í ...
Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?
Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...
Hvað er múmía?
Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...
Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?
Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...
Hvað verða gíraffar gamlir?
Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...
Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...
Hvar var Köllunarklettur?
Köllunarklettur var við Viðeyjarsund í Reykjavík. Nafnið mun dregið af því að þaðan var kallað á ferju til Viðeyjar til flutnings yfir sundið. „Köllunarklettur var látinn víkja vegna framkvæmda við Sundahöfn“, segir í ritinu Landið þitt Ísland (3. bindi, 277). Hann er merktur á kortinu Örnefni í Reykjavík, sem...
Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?
Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímata...