Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verða gíraffar gamlir?

JMH

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum.

Það er því best að átta sig á mögulegum hámarksaldri dýra í dýragörðum þar sem þau lifa við góðar aðstæður, fá nægt fæði og skjól og ekki síst öryggi. Meðalaldur dýra í dýragörðum er allt að helmingi hærri en þeirra sem lifa í villtri náttúru.

Villtir gíraffar geta orðið um 15 ára gamlir en gíraffar í dýragörðum verða flestir eldri en tuttugu ára.

Gíraffar (Giraffa camelopardalis) í sínu náttúrulega umhverfi geta orðið allt að 15 ára gamlir. Í dýragörðum verða þeir hins vegar talsvert eldri og ná því flestir að verða rúmlega tvítugir, en metið er talið vera 27 ár.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Hutchins, M., D. Kleiman, V. Geist og M. McDade (ritstj.). 2003. Okapis and giraffes. Í: Grzimek's Animal Life Encyclopedia. Bls. 399-408.

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.9.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Ellen Kristjánsdóttir

Tilvísun

JMH. „Hvað verða gíraffar gamlir?“ Vísindavefurinn, 7. september 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6792.

JMH. (2007, 7. september). Hvað verða gíraffar gamlir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6792

JMH. „Hvað verða gíraffar gamlir?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6792>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verða gíraffar gamlir?
Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum.

Það er því best að átta sig á mögulegum hámarksaldri dýra í dýragörðum þar sem þau lifa við góðar aðstæður, fá nægt fæði og skjól og ekki síst öryggi. Meðalaldur dýra í dýragörðum er allt að helmingi hærri en þeirra sem lifa í villtri náttúru.

Villtir gíraffar geta orðið um 15 ára gamlir en gíraffar í dýragörðum verða flestir eldri en tuttugu ára.

Gíraffar (Giraffa camelopardalis) í sínu náttúrulega umhverfi geta orðið allt að 15 ára gamlir. Í dýragörðum verða þeir hins vegar talsvert eldri og ná því flestir að verða rúmlega tvítugir, en metið er talið vera 27 ár.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Hutchins, M., D. Kleiman, V. Geist og M. McDade (ritstj.). 2003. Okapis and giraffes. Í: Grzimek's Animal Life Encyclopedia. Bls. 399-408.

Mynd: Wikimedia Commons...