Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna tunga gíraffans er svona dökk þótt menn hafi vissulega velt fyrir sér ástæðum þess. Ein hugmyndin er til dæmis sú að liturinn tengist því hversu mikið sólin skín á hana. Tunga gíraffans er eitt mikilvægasta fæðuöflunarlíffæri hans, en gíraffar vefja tungunni um greinar trjáa til að rífa af þeim laufblöðin. Hún er því nokkuð margar stundir á dag utan við munninn og því eru kenningar uppi um að að dökkur litarháttur tungunnar veiti henni hugsanlega vörn gegn sólbruna. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um gíraffa, til dæmis: Mynd: The Big Zoo
Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna tunga gíraffans er svona dökk þótt menn hafi vissulega velt fyrir sér ástæðum þess. Ein hugmyndin er til dæmis sú að liturinn tengist því hversu mikið sólin skín á hana. Tunga gíraffans er eitt mikilvægasta fæðuöflunarlíffæri hans, en gíraffar vefja tungunni um greinar trjáa til að rífa af þeim laufblöðin. Hún er því nokkuð margar stundir á dag utan við munninn og því eru kenningar uppi um að að dökkur litarháttur tungunnar veiti henni hugsanlega vörn gegn sólbruna. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um gíraffa, til dæmis: Mynd: The Big Zoo