Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?

Jón Már Halldórsson

Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls.

Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bilinu 45 til 55 cm á lengd. Gíraffar nota tunguna til þess að slíta laufblöð af trjám og hentar hún einstaklega vel til þeirra verka.



Gíraffi rekur út úr sér tunguna.

Litlar upplýsingar er að finna um tungu risavaxinna útdauðra hryggdýra þar sem tungan er svokallaður mjúkur vefur og varðveitist því ekki í jarðlögum. Það má þó ætla að mörg forn dýr eins og beljakinn og önnur stórvaxin dýr sem nú heyra sögunni til hafi verið með langa tungu.

Mynd: Dan Windisch - Photos from Skagit Valley Tulip Field.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.3.2005

Spyrjandi

Indíana Ægisdóttir, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4830.

Jón Már Halldórsson. (2005, 11. mars). Hvaða dýr hefur lengstu tunguna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4830

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4830>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?
Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls.

Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bilinu 45 til 55 cm á lengd. Gíraffar nota tunguna til þess að slíta laufblöð af trjám og hentar hún einstaklega vel til þeirra verka.



Gíraffi rekur út úr sér tunguna.

Litlar upplýsingar er að finna um tungu risavaxinna útdauðra hryggdýra þar sem tungan er svokallaður mjúkur vefur og varðveitist því ekki í jarðlögum. Það má þó ætla að mörg forn dýr eins og beljakinn og önnur stórvaxin dýr sem nú heyra sögunni til hafi verið með langa tungu.

Mynd: Dan Windisch - Photos from Skagit Valley Tulip Field....