Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill.

Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í upphafi fæðingar til að stuðla að hreinsun úr endaþarmi til að draga úr líkum á að hægðir losni í fæðingu.

Það er ekki óalgengt að ef eitthvað er í endaþarmi þá skili það sér út við rembinginn sem fylgir því að koma barni í heiminn.

Ef verðandi móðir hefur áhyggjur af þessu er um að gera að ræða við ljósmóðurina. Ljósmæður eru alvanar því að kona hafi hægðir rétt áður en hún fæðir barnið sitt og það er ekkert til að hafa áhyggjur af.

Mynd:


Spurningin í heild hljóðaði svona:

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu? Ég hef heyrt að þetta sé algengt þegar konur eru farnar að rembast mikið en ég hef séð fjöldann allan af myndböndum af fæðingu barna en aldrei tekið eftir þessu þar. Er hægt að sjá einhverjar tölur um það hversu algengt þetta er?

Höfundur

Útgáfudagur

30.5.2012

Spyrjandi

Heiðdís Hafdísardóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61725.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 30. maí). Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61725

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61725>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?
Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill.

Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í upphafi fæðingar til að stuðla að hreinsun úr endaþarmi til að draga úr líkum á að hægðir losni í fæðingu.

Það er ekki óalgengt að ef eitthvað er í endaþarmi þá skili það sér út við rembinginn sem fylgir því að koma barni í heiminn.

Ef verðandi móðir hefur áhyggjur af þessu er um að gera að ræða við ljósmóðurina. Ljósmæður eru alvanar því að kona hafi hægðir rétt áður en hún fæðir barnið sitt og það er ekkert til að hafa áhyggjur af.

Mynd:


Spurningin í heild hljóðaði svona:

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu? Ég hef heyrt að þetta sé algengt þegar konur eru farnar að rembast mikið en ég hef séð fjöldann allan af myndböndum af fæðingu barna en aldrei tekið eftir þessu þar. Er hægt að sjá einhverjar tölur um það hversu algengt þetta er?
...