Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?
Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk....
Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?
Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...
Hvað er „supernova“?
Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...
Hvað er vísindadagatal?
Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands var gefið út dagatal vísindamanna á veggspjaldi. Á dagatalinu er einn vísindamaður valinn fyrir hvern dag ársins. Öðrum megin er mynd af vísindamönnunum en hinum megin er stuttur texti til kynningar á framlagi þeirra til vísinda og fræða. Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrvera...
Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?
Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...
Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?
Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...
Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?
Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...
Er hægt að sanna að mengi rauntalna, R, taki enda?
Svarið er nei; fullyrðingin er röng og því ekki von að hægt sé að sanna hana. Rauntölur eru allar þær tölur sem unnt er að skrifa sem óendanlega summu eða til dæmis sem óendanlegt tugabrot. Þar á meðal eru tölur sem hægt er að skrifa sem endanlega summu því að við getum alltaf bætt núllum við slíka summu til a...
Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...
Hvað getið þið sagt mér um mólendi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er mólendi? Hvaða dýr lifa í mólendi? Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi? Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og flétt...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvað gerist við tæringu málma í sýru og hvar er hægt að fá upplýsingar um staðalspennu málma?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér eitthvað um bruna og leysni málma í brennisteinssýru? Í svarinu Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu? er rætt um galvaníska tæringu málma en hún getur orðið þegar tveir málmar í raflausn snertast (eða tengjast með rafleiðandi vír). Málmurin...
Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?
Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður." Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti...
Hvað getir þið sagt mér um nykur?
Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og...
Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring...