Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?

Svavar Sigmundsson

Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk. 2007).

Elliðaárvogur er nafnið sem sýnt er á uppdrætti af Reykjavík og nágrenni sem Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. gáfu út 1932 og birtur er í bók Einars S. Arnalds, Reykjavík. Sögustaður við Sund (4. bindi Lykilbók, bls. 93).



Elliðaárvogur, vetur, 1928-30 eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958).

Í riti Árna Óla Horft á Reykjavík (Rvk. 1963) í kaflanum „Á gömlum vegi í borg“, segir hann meðal annars "Var þá ekki önnur byggð þarna á nesinu en Laugarnes að vestan og Kleppur að austan við Elliðaárvog" (bls. 163). En í kaflanum "Frá Sjávarhólum að Skafti" notar hann myndina Elliðavogur: "Annar vegur lá frá Ártúnsvaði niður með ánum og Elliðavogi að Kleppi, sem stóð drjúgum spöl sunnar en nú er spítalinn" (bls. 166).

Upphaflega nafnið hefur verið Elliðaárvogur en það hefur í máli sumra manna eða stundum orðið Elliðavogur. Á kortum hefur ýmist staðið Elliðaárvogur eða Elliðavogur, og síðari nafnmyndin er meðal annars á Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar.

Mynd: Listasafn Íslands. Sótt 26. 4. 2010.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

4.5.2010

Spyrjandi

Óskar Pétur Einarsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55725.

Svavar Sigmundsson. (2010, 4. maí). Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55725

Svavar Sigmundsson. „Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55725>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?
Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk. 2007).

Elliðaárvogur er nafnið sem sýnt er á uppdrætti af Reykjavík og nágrenni sem Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. gáfu út 1932 og birtur er í bók Einars S. Arnalds, Reykjavík. Sögustaður við Sund (4. bindi Lykilbók, bls. 93).



Elliðaárvogur, vetur, 1928-30 eftir Ásgrím Jónsson (1876-1958).

Í riti Árna Óla Horft á Reykjavík (Rvk. 1963) í kaflanum „Á gömlum vegi í borg“, segir hann meðal annars "Var þá ekki önnur byggð þarna á nesinu en Laugarnes að vestan og Kleppur að austan við Elliðaárvog" (bls. 163). En í kaflanum "Frá Sjávarhólum að Skafti" notar hann myndina Elliðavogur: "Annar vegur lá frá Ártúnsvaði niður með ánum og Elliðavogi að Kleppi, sem stóð drjúgum spöl sunnar en nú er spítalinn" (bls. 166).

Upphaflega nafnið hefur verið Elliðaárvogur en það hefur í máli sumra manna eða stundum orðið Elliðavogur. Á kortum hefur ýmist staðið Elliðaárvogur eða Elliðavogur, og síðari nafnmyndin er meðal annars á Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar.

Mynd: Listasafn Íslands. Sótt 26. 4. 2010....