Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé leifar frá forverum okkar í þróuninni og hann sé smám saman að hverfa með áframhaldandi þróun en slíkt tekur hins vegar langan tíma.Botnlanginn getur auðveldlega stíflast þegar bólgur í veggjum hans loka fyrir opið inn í ristilinn eða þegar hörð efni setjast fyrir í opið. Þegar þetta gerist þenst botnlanginn út og er það kallað botnalangabólga. Verði botnlanginn mjög bólginn veldur það fólki sárum kvölum. Að lokum getur hann sprungið sem er oft mjög hættulegt. Botnlangabólga er læknuð með því að fjarlægja botnlangann með skurðaðgerð. Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvað veldur vindgangi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið? eftir Ársæl Jónsson