Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands var gefið út dagatal vísindamanna á veggspjaldi. Á dagatalinu er einn vísindamaður valinn fyrir hvern dag ársins. Öðrum megin er mynd af vísindamönnunum en hinum megin er stuttur texti til kynningar á framlagi þeirra til vísinda og fræða. Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, var efnislegur ritstjóri dagatalsins og vann að því ásamt starfsmönnum Vísindavefsins. Snæfríður Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönnuðu dagatalið.
Vísindamennirnir á dagatalinu birtast líka allir á Vísindavefnum. Hér til vinstri má til dæmis sjá vísindamann dagsins, mynd af honum og kynningartexta. Það er hægt að fletta til baka í dagatalinu og skoða fleiri vísindamenn. Undir kynningartextanum má oftar en ekki sjá hnappinn „Lesa meira“ en smelli lesendur á hann birtist ýtarlegt svar um þann vísindamann og framlag hans til vísinda og fræða.
Mynd af vísindadagatlinu eins og það birtist á veggspjaldi.
Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er vísindadagatal?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58477.
Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 9. febrúar). Hvað er vísindadagatal? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58477