Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2601 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hver var fyrsta spurningin sem þið fenguð? Og hver var fyrsta spurningin sem þið svöruðuð?

Forseti Íslands opnaði Vísindavefinn 29. janúar árið 2000. Þá voru á vefnum 11 svör eða svo við spurningum sem ritstjórn hafði valið og samið svör við. Þetta var gert til þess að gestir gætu strax áttað sig á því hvers konar spurningar við hefðum í huga og hvernig svörin yrðu. Eftirtaldar spurningar voru meðal þei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð: ...

category-iconSálfræði

Hvað er kjörþögli?

Upphaflega var spurningin svona: Getið þið frætt mig um hugtakið kjörþögli eða það að vera kjörþögull, hvert er enska orðið? Kjörþögli (e. selective mutism) er kvíðaröskun sem einkennist af því að barn sem kann að tala gerir það ekki við ákveðnar félagslegar aðstæður. Oftast lýsir kjörþögli sér þannig að barn se...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru til aðrir alheimar?

Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar var Köllunarklettur?

Köllunarklettur var við Viðeyjarsund í Reykjavík. Nafnið mun dregið af því að þaðan var kallað á ferju til Viðeyjar til flutnings yfir sundið. „Köllunarklettur var látinn víkja vegna framkvæmda við Sundahöfn“, segir í ritinu Landið þitt Ísland (3. bindi, 277). Hann er merktur á kortinu Örnefni í Reykjavík, sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir mannsnafnið Órækja?

Forliðurinn í nafninu Órækja er ekki ór- heldur ó- í neitandi merkingu. Orðið er til sem samnafn, sérnafn og viðurnefni. Nafnorðið órækja merkir ‛sóði, mannskræfa, hirðulaus maður’ og sögnin er notuð í merkingunni ‛vanrækja’, það er ‛sá sem ekki rækir eitthvað’. Elsta dæmi um sögnina í Ritmálssaf...

category-iconHugvísindi

Af hverju merkir það að gera axarskaft að klúðra einhverju?

Til er gömul þjóðsaga sem segir frá karli sem heyrði mjög illa en vildi ekki að aðrir kæmust að því. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (V:399) er sagan sögð á þá leið að karl var eitt sinni úti í skógi að höggva við. Þá sér hann þrjá menn nálgast, tvo ríðandi og einn gangandi. Þá hugsar karl með sér: Nú munu þeir sp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist orðið læðingur því að læðast?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Mig langar að spyrja ykkur um orðið læðing. Mér finnst ómögulegt að það tengist ekki því að læðast eins og hlaup tengist því að hlaupa eða róður tengist því að róa. Ég kíkti í orðabók og þar var bara talað um fjöturinn Læðing og skafrenning. Þá prófaði ég að gúggla læðin...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru einhver íslensk orð fengin að láni úr færeysku?

Færeysk orð í íslensku munu býsna fá. Fyrirspurnir til fræðimanna hér á landi voru allar neikvæðar. Menn höfðu ekki heyrt um eða rekist á slík orð. Ég hafði þá samband við færeyskan málfræðing á Fróðskaparsetri og minnti hann mig á sögu sem Jóhan Hendrik Winther Poulsen prófessor sagði stundum, og í minni áheyrn, ...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?

Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?

María Guðjónsdóttir er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar. Til þessara fljótlegu mæliaðferða teljast til dæmis kjarns...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta selir?

Selir (Phocidae) eru rándýr og öll fæða þeirra kemur úr dýraríkinu, aðallega fiskur. Mögulega er allt að 80% af þeim lífmassa sem selir éta fenginn með fiskáti. Fæðuvenjur eru þó mismunandi á milli tegunda og margar tegundir lifa að einhverju eða miklu leyti á ýmsum öðrum hópum dýra svo sem sjávarhryggleysingjum. ...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?

Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...

category-iconJarðvísindi

Hefur myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Síðan 1970 hefur Hekla gosið á 10 ára fresti og hafa gosin verið lítil miðað við fyrri gos. Ég tel mig hafa lesið einhvers staðar að það gæti hafa myndast lítið kvikuhólf fyrir ofan gamla kvikuhólfið í Heklu. Ef þetta er rétt, hversu miklar líkur eru á því að gosið gæti úr g...

Fleiri niðurstöður