Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð:
Nútíð | Þátíð | |
1.p.et. | bregð | brá |
2.p.et. | bregður | brást |
3.p.et. | bregður | brá |
1.p.ft. | bregðum | brugðum |
2.p.ft. | bregðið | brugðuð |
3.p.ft. | bregða | brugðu |
- Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hver er skilgreiningin á því "að vera"? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Spiele der welt. Sótt 22.8.2002.